Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mán 16. september 2019 10:37
Magnús Már Einarsson
Keown öskraði á sjónvarpið - Arsenal fékk 23 skot á sig í seinni
Martin Keown.
Martin Keown.
Mynd: Getty Images
Martin Keown, fyrrum varnarmanni Arsenal, var ekki skemmt þegar hann horfði á liðið gera 2-2 jafntefli gegn Watford í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Arsenal leiddi 2-0 í hálfleik en í síðari hálfleik sótti Watford stíft og jafnaði á endanum.

„Ég öskraði á sjónvarpið nokkrum sinnum þegar ég horfði á síðari hálfleikinn í jafntefli Arsenal gegn Watford á sunnudaginn," sagði Keown.

„Watford náði 31 skoti á 90 mínútum og 23 þeirra komu eftir leikhlé. Tölfræðilega er það versta frammistaða Arsenal síðan Opta byrjaði að taka tölfræði árið 2003."

„Þetta hefði auðveldlega getað farið ennþá verr," sagði Keown reiður.
Athugasemdir
banner
banner
banner