Chiesa mögulegur arftaki Kvaratskhelia - Delap og Zirkzee orðaðir við Juventus
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
banner
   lau 16. september 2023 19:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gunnar Vatnhamar: Getur spilað í vörn, á kanti og sem sóknarmaður
Gunnar Vatnhamar.
Gunnar Vatnhamar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er frábært. Þetta er það sem þú ert að berjast fyrir á hverjum degi," sagði Gunnar Vatnhamar, varnarmaður Víkings, eftir að hafa hjálpað liðinu að verða bikarmeistari í dag.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  1 KA

Víkingar hafa verið handhafar bikarsins í meira en 1400 daga og verða það áfram í eitt ár í viðbót hið minnsta.

„Ég elska þegar allt gengur vel. Þetta var erfiður leikur og þeir spiluðu vel."

Þetta er fyrsti bikar Gunnars með Víkingi en hann kom til félagsins fyrir tímabilið og hefur reynst afar mikilvægur.

„Ég elska að vinna og að vinna með þessu liði er enn betra. Ég elska það. Það er gríðarlegt sigurhugarfar í þessu liði. Við erum með þjálfara sem elskar að vinna og við erum með leikmenn sem elska að vinna. Þess vegna erum við hér með bikarinn."

Matthías Vilhjálmsson lék í miðverði í dag. Gunnar segir það frábært að spila með honum. „Matti getur spilað í vörn, á kanti og sem sóknarmaður. Það skiptir engu máli hvar hann spilar, hann getur spilað alls staðar. Það er frábært að spila með honum."

Veðrið var ekki að leika við menn í dag, en Gunnar vanur svipuðu veðri í Færeyjum. „Þetta er alvöru færeyskt veður. Þess vegna vorum við góðir í dag."

Gunnar ætlar að fagna vel með fjölskyldu sinni og liðsfélögum í kvöld. Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner