Chelsea í bílstjórasætinu um Rogers - Forest leitar að stjóra - Þriggja manna listi Real Madrid
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
Nik: Fagnaðardagur fyrir þær
Thelma Karen: Ég þarf að sjá hvað ég ætla að gera
Einar Guðna: Við þurfum að gera betur og lenda ofar
Jóhannes Karl: Þannig er fótbolti
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
banner
   lau 16. september 2023 19:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gunnar Vatnhamar: Getur spilað í vörn, á kanti og sem sóknarmaður
Gunnar Vatnhamar.
Gunnar Vatnhamar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er frábært. Þetta er það sem þú ert að berjast fyrir á hverjum degi," sagði Gunnar Vatnhamar, varnarmaður Víkings, eftir að hafa hjálpað liðinu að verða bikarmeistari í dag.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  1 KA

Víkingar hafa verið handhafar bikarsins í meira en 1400 daga og verða það áfram í eitt ár í viðbót hið minnsta.

„Ég elska þegar allt gengur vel. Þetta var erfiður leikur og þeir spiluðu vel."

Þetta er fyrsti bikar Gunnars með Víkingi en hann kom til félagsins fyrir tímabilið og hefur reynst afar mikilvægur.

„Ég elska að vinna og að vinna með þessu liði er enn betra. Ég elska það. Það er gríðarlegt sigurhugarfar í þessu liði. Við erum með þjálfara sem elskar að vinna og við erum með leikmenn sem elska að vinna. Þess vegna erum við hér með bikarinn."

Matthías Vilhjálmsson lék í miðverði í dag. Gunnar segir það frábært að spila með honum. „Matti getur spilað í vörn, á kanti og sem sóknarmaður. Það skiptir engu máli hvar hann spilar, hann getur spilað alls staðar. Það er frábært að spila með honum."

Veðrið var ekki að leika við menn í dag, en Gunnar vanur svipuðu veðri í Færeyjum. „Þetta er alvöru færeyskt veður. Þess vegna vorum við góðir í dag."

Gunnar ætlar að fagna vel með fjölskyldu sinni og liðsfélögum í kvöld. Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner