Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Atletico hefur áhuga á Rashford
Formaður Völsungs: Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
banner
   lau 16. september 2023 19:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gunnar Vatnhamar: Getur spilað í vörn, á kanti og sem sóknarmaður
Gunnar Vatnhamar.
Gunnar Vatnhamar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er frábært. Þetta er það sem þú ert að berjast fyrir á hverjum degi," sagði Gunnar Vatnhamar, varnarmaður Víkings, eftir að hafa hjálpað liðinu að verða bikarmeistari í dag.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  1 KA

Víkingar hafa verið handhafar bikarsins í meira en 1400 daga og verða það áfram í eitt ár í viðbót hið minnsta.

„Ég elska þegar allt gengur vel. Þetta var erfiður leikur og þeir spiluðu vel."

Þetta er fyrsti bikar Gunnars með Víkingi en hann kom til félagsins fyrir tímabilið og hefur reynst afar mikilvægur.

„Ég elska að vinna og að vinna með þessu liði er enn betra. Ég elska það. Það er gríðarlegt sigurhugarfar í þessu liði. Við erum með þjálfara sem elskar að vinna og við erum með leikmenn sem elska að vinna. Þess vegna erum við hér með bikarinn."

Matthías Vilhjálmsson lék í miðverði í dag. Gunnar segir það frábært að spila með honum. „Matti getur spilað í vörn, á kanti og sem sóknarmaður. Það skiptir engu máli hvar hann spilar, hann getur spilað alls staðar. Það er frábært að spila með honum."

Veðrið var ekki að leika við menn í dag, en Gunnar vanur svipuðu veðri í Færeyjum. „Þetta er alvöru færeyskt veður. Þess vegna vorum við góðir í dag."

Gunnar ætlar að fagna vel með fjölskyldu sinni og liðsfélögum í kvöld. Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner