„Ég bý þarna og það er ekkert gaman að heyra þetta," sagði Kolbeinn Sigþórsson framherji Nantes og íslenska landsliðsins við Fótbolta.net í dag þegar hann ræddi um hryðjuverkaárásina í París.
„Vonandi kemst ró á þetta og maður getur farið heim, vitandi það að allt sé í lagi. Maður veit samt ekki hvað gerist og það er það versta við þetta."
„Vonandi kemst ró á þetta og maður getur farið heim, vitandi það að allt sé í lagi. Maður veit samt ekki hvað gerist og það er það versta við þetta."
Kolbeinn flutti til Frakkands í sumar þegar hann samdi við Nantes en óvissa ríkir í kringum næstu leiki í frönsku deildinni.
„Alfreð sagði mér að það væri búið að fresta frönsku deildinni. Ég hef ekki heyrt það sjálfur en þetta sýnir að það er mikið verið að pæla í öryggisgæslu í kringum fótboltann og það verður að koma í ljós hvernig ástandið er þegar ég kem til baka."
Kolbeinn segir að árásirnar hafi ekki truflað sig í undirbúningi fyrir leik Íslands og Slóvakíu í Zilina á morgun.
„Ég er hérna eins og er og er að fókusa á þennan leik. Ég er sjálfur langt frá þessu í Frakklandi. Ég er 400 kílómetra frá París og ég hef svo sem ekki áhyggjur en þegar maður er í Frakklandi þá veit maður aldrei hvað gerist."
Kolbeinn ætti að verða leikfær gegn Slóvakíu á morgun eftir að hafa meiðst snemma leiks gegn Pólverjum á föstudag. „Ég æfði vel í gær og náði að klára nánast alla æfinguna. Markmiðið er að klára þessa æfingu og þá er ég vonandi 100% fyrir morgundaginn,"
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir























