Man City að undirbúa tilboð í Guehi - Man Utd hyggst ekki fá Rashford aftur - Gomez áfram hjá Liverpool
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   mán 16. nóvember 2015 10:37
Elvar Geir Magnússon
Zilina í Slóvakíu
Kolbeinn: Maður veit aldrei hvað gerist í Frakklandi
LG
Borgun
Kolbeinn Sigþórsson.
Kolbeinn Sigþórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég bý þarna og það er ekkert gaman að heyra þetta," sagði Kolbeinn Sigþórsson framherji Nantes og íslenska landsliðsins við Fótbolta.net í dag þegar hann ræddi um hryðjuverkaárásina í París.

„Vonandi kemst ró á þetta og maður getur farið heim, vitandi það að allt sé í lagi. Maður veit samt ekki hvað gerist og það er það versta við þetta."

Kolbeinn flutti til Frakkands í sumar þegar hann samdi við Nantes en óvissa ríkir í kringum næstu leiki í frönsku deildinni.

„Alfreð sagði mér að það væri búið að fresta frönsku deildinni. Ég hef ekki heyrt það sjálfur en þetta sýnir að það er mikið verið að pæla í öryggisgæslu í kringum fótboltann og það verður að koma í ljós hvernig ástandið er þegar ég kem til baka."

Kolbeinn segir að árásirnar hafi ekki truflað sig í undirbúningi fyrir leik Íslands og Slóvakíu í Zilina á morgun.

„Ég er hérna eins og er og er að fókusa á þennan leik. Ég er sjálfur langt frá þessu í Frakklandi. Ég er 400 kílómetra frá París og ég hef svo sem ekki áhyggjur en þegar maður er í Frakklandi þá veit maður aldrei hvað gerist."

Kolbeinn ætti að verða leikfær gegn Slóvakíu á morgun eftir að hafa meiðst snemma leiks gegn Pólverjum á föstudag. „Ég æfði vel í gær og náði að klára nánast alla æfinguna. Markmiðið er að klára þessa æfingu og þá er ég vonandi 100% fyrir morgundaginn,"

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner