Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
   lau 16. nóvember 2019 22:31
Ívan Guðjón Baldursson
Maistro; Veit ekki af hverju Eiður fékk rautt
Fabio Maistro kom inn af bekknum í 3-0 sigri U21 liðs Ítalíu gegn Íslandi í undankeppni EM fyrr í kvöld.

Maistro kom inn og byrjaði strax að tefja og leist íslensku strákunum ekki á það. Hann braut tvisvar af sér, annað skiptið nokkuð harkalega, og fór pirringurinn vaxandi.

Íslensku strákarnir spörkuðu boltanum tvisvar sinnum í hann, einu sinni eftir að hann braut af sér og reyndi að tefja fyrir aukaspyrnunni. Seinna skiptið var eftir lokaflautið.

Það ætlaði allt að sjóða uppúr á lokamínútunum og fékk Eiður Smári Guðjohnsen rautt spjald undir lokin.

„Ég fór í tvær tæklingar sem mér fundust ekki ljótar og þá var sparkað boltanum í mig. Svo var aftur sparkað boltanum í mig að leikslokum,"

„Við sögðum nokkur orð en svo var þetta búið. Ég veit ekki af hverju þjálfarinn fékk rautt spjald."

Maistro telur íslenska liðið búa yfir miklum gæðum og hlakkar til að koma til landsins þegar liðin mætast aftur á næsta ári.

„Ísland er með flott lið, þeir eru sérstaklega skapandi í sóknarleiknum og með gæðamikla leikmenn. Þeir voru hættulegir.

„Ég hlakka til að koma til Íslands fyrir seinni leikinn. Ég hef aldrei verið þar."

Athugasemdir
banner