Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
Sigurvin: Kredit á strákana að finna þetta afl
Chris Brazell: Við voru mikið með boltann en gerðum ekkert með hann
Siggi Höskulds svekktur: Fókusleysi á mikilvægum augnablikum
Magnús Már: Maður hefur séð ýmislegt í boltanum en ég hef sjaldan séð þetta áður
Gunnar Heiðar: Búnir að æfa í sex mánuði fyrir þennan leik
Vigfús Arnar: Var eins og spennustigið væri eitthvað skrítið hjá okkur
Aron Snær: Ætluðum að keyra á þetta og það verður held ég bara okkar mottó
Haraldur Freyr: Mótið tapast ekki eða vinnst í fyrstu umferð
Aníta Dögg bjargaði málunum: Ég lenti klukkan sex í morgun
Árni Freyr hæstánægður eftir sigur ÍR - „Vona að þeir bæti í"
Staða sem á ekki að koma upp - „Átti að spila þangað til klukkan 23:30 í gærkvöldi"
„Við vitum í hverju við erum góðar“
Búin að skora í öllum leikjunum til þessa - „Mín upprunalega staða"
Hugur allra hjá Andreu Marý - „Óþægilegt í alla staði"
„Það var ráðist á hana inn í okkar vítateig“
Skyndiákvörðun að taka skóna af hillunni - „Hvernig gerðist þetta?“
Þriðja tapið í þriðja leiknum - „Óásættanlegt“
Mætti dóttur sinni í kvöld - „Þetta var mjög óþægilegt“
Sandra María óstöðvandi - „Þetta er galin tölfræði"
Slæmur dagur Víkings - „Vilt þú fara í markið?"
   lau 16. nóvember 2019 22:31
Ívan Guðjón Baldursson
Maistro; Veit ekki af hverju Eiður fékk rautt
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Fabio Maistro kom inn af bekknum í 3-0 sigri U21 liðs Ítalíu gegn Íslandi í undankeppni EM fyrr í kvöld.

Maistro kom inn og byrjaði strax að tefja og leist íslensku strákunum ekki á það. Hann braut tvisvar af sér, annað skiptið nokkuð harkalega, og fór pirringurinn vaxandi.

Íslensku strákarnir spörkuðu boltanum tvisvar sinnum í hann, einu sinni eftir að hann braut af sér og reyndi að tefja fyrir aukaspyrnunni. Seinna skiptið var eftir lokaflautið.

Það ætlaði allt að sjóða uppúr á lokamínútunum og fékk Eiður Smári Guðjohnsen rautt spjald undir lokin.

„Ég fór í tvær tæklingar sem mér fundust ekki ljótar og þá var sparkað boltanum í mig. Svo var aftur sparkað boltanum í mig að leikslokum,"

„Við sögðum nokkur orð en svo var þetta búið. Ég veit ekki af hverju þjálfarinn fékk rautt spjald."

Maistro telur íslenska liðið búa yfir miklum gæðum og hlakkar til að koma til landsins þegar liðin mætast aftur á næsta ári.

„Ísland er með flott lið, þeir eru sérstaklega skapandi í sóknarleiknum og með gæðamikla leikmenn. Þeir voru hættulegir.

„Ég hlakka til að koma til Íslands fyrir seinni leikinn. Ég hef aldrei verið þar."

Athugasemdir
banner
banner