Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 17. janúar 2020 12:00
Elvar Geir Magnússon
Björn Hlynur spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Björn Hlynur Haraldsson.
Björn Hlynur Haraldsson.
Mynd: Aðsend
Krúttið Ole Gunnar Solskjær.
Krúttið Ole Gunnar Solskjær.
Mynd: Getty Images
Bjarki Már Elísson, landsliðsmaður í handbolta, skellti sér upp að hlið Arons Einars á toppnum með því að fá sjö rétta í síðustu umferð.

Björn Hlynur Haraldsson, einn okkar fremsti leikari, stefnir að því að skáka þeim báðum. Björn Hlynur fer hamförum í þáttunum Witcher sem notið hafa mikilla vinsælda á Netflix að undanförnu.

Þá er Björn Hlynur einn af eigendum sportbarsins Ölver en þar eru allir stórleikir helgarinnar sýndir, þar á meðal viðureign Liverpool og Manchester United á sunnudag.

Watford 1 - 1 Tottenham (laugardag 12:30)
Tottenham gengur illa að klára leiki án Harry Kane. Watford skorar sigurmarkið en missir það í VAR.

Brighton 1 - 1 Aston Villa 1-1 (laugardag 15)
Allir sáttir með stig. Takk og bless.

Manchester City 4 - 0 Crystal Palace (laugardag 15)
City á eftir að enda með bestu markatölu liðs sem vinnur ekki titilinn. Munu stúta nokkrum leikjum fram á vor. Þessi er einn af þeim.

West Ham 0 - 0 Everton (laugardag 15)
Verður leiðinlegasti leikur tímabilsins. Hvorugt liðið veit neitt um í hvorn takkaskóinn það á að stíga.

Arsenal 1 - 1 Sheffield United (laugardag 15)
Já, þetta er umferð leiðinlegu jafnteflanna. Sheffield skorar og Arsenal klórar í bakkann á síðustu stundu.

Norwich 1 - 1 Bournemouth (laugardag 15)
Sjúklega óspennandi jafntefli. Bæði lið ná að pota marki inn. Enn ekki hvað?

Southampton 1 - 1 Úlfarnir (laugardag 15)
Heimamenn hressir upp á síðkastið. Úlfarnir sterkir en vanmeta þá rauðhvítröndóttu. Southampton dóminera leikinn en missa hann niður í lokin.

Newcastle 1 - 2 Chelsea (laugardag 17:30)
Lampard og co. kreista út sigur. Verður ekki fallegt en taka þrjú stig með í rútuna heim.

Burnley 0 - 2 Leicester (sunnudag 14)
Vardy með bæði. Öruggt og huggulegt.

Liverpool 2 - 2 Man Utd (sunnudag 16:30)
Hitt jafnteflið sem Liverpool mun gera þetta tímabilið. Ole kann betur á Klopp en margur annar. Hann er krútt og Jurgen vill ekki niðurlægja hann. Gefur honum því eitt stig. Vinnur svo rest.

Sjá fyrri spámenn:
Aron Einar Gunnarsson (7 réttir)
Bjarki Már Elísson (7 réttir)
Kristján Óli Sigurðsson (6 réttir)
Pálmi Rafn Pálmason (6 réttir)
Egill Gillz Einarsson (5 réttir)
Jón Dagur Þorsteinsson (5 réttir)
Sóli Hólm (5 réttir)
Albert Brynjar Ingason (4 réttir)
Arnór Sigurðsson (4 réttir)
Ágúst Gylfason (4 réttir)
Friðrik Dór Jónsson (4 réttir)
Logi Bergmann Eiðsson (4 réttir)
Þórður Ingason (4 réttir)
Sigurður Laufdal Haraldsson (3 réttir)
Guðmundur Benediktsson (3 réttir)
Ingibjörg Sigurðardóttir (3 réttir)
Sveinn Ólafur Gunnarsson (3 réttir)
Árni Vilhjálmsson (2 réttir)
Gunnar Birgisson (2 réttir)
Tómas Þór Þórðarson (2 réttir)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
2 Arsenal 32 22 5 5 75 26 +49 71
3 Liverpool 32 21 8 3 72 31 +41 71
4 Aston Villa 33 19 6 8 68 49 +19 63
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Newcastle 32 15 5 12 69 52 +17 50
7 Man Utd 32 15 5 12 47 48 -1 50
8 West Ham 33 13 9 11 52 58 -6 48
9 Chelsea 31 13 8 10 61 52 +9 47
10 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
11 Wolves 32 12 7 13 46 51 -5 43
12 Fulham 33 12 6 15 49 51 -2 42
13 Bournemouth 32 11 9 12 47 57 -10 42
14 Crystal Palace 32 8 9 15 37 54 -17 33
15 Brentford 33 8 8 17 47 58 -11 32
16 Everton 32 9 8 15 32 48 -16 27
17 Nott. Forest 33 7 9 17 42 58 -16 26
18 Luton 33 6 7 20 46 70 -24 25
19 Burnley 33 4 8 21 33 68 -35 20
20 Sheffield Utd 32 3 7 22 30 84 -54 16
Athugasemdir
banner
banner
banner