Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
   fös 17. janúar 2020 13:47
Elvar Geir Magnússon
Trausti riftir samningi við Aftureldingu
Trausti Sigurbjörnsson.
Trausti Sigurbjörnsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markvörðurinn reynslumikli Trausti Sigurbjörnsson er í leit að nýju félagi en hann hefur rift samningi við Aftureldingu.

Trausti er 29 ára og lék fjóra leiki með Mosfellingum í 1. deildinni í fyrra en missti af stórum hluta tímabilsins vegna meiðsla.

Hann er nú orðinn heill og lék með Aftureldingu í Fótbolta.net mótinu á dögunum.

Afturelding ákvað að sækja aftur spænska markvörðinn Jon Tena og ákvað Trausti þá að rifta samningi sínum.

Trausti er fyrrum leikmaður ÍA, Leiknis, ÍR, Hauka og Þróttar.
Athugasemdir
banner