þri 17. janúar 2023 10:51
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Axel Freyr í Fjölni (Staðfest)
Lengjudeildin
Axel mættur í Fjölni. Við hlið hans er þjálfarinn Úlfur Arnar Jökulsson.
Axel mættur í Fjölni. Við hlið hans er þjálfarinn Úlfur Arnar Jökulsson.
Mynd: Fjölnir
Fjölnir staðfesti í dag tíðindin sem Fótbolti.net sagði frá á föstudag, en félagið tilkynnti í dag um komu Axels Freys Harðarsonar til félagsins.

Axel skrifar undir tveggja ára samning við Fjölni en hann kemur frá Kórdrengjum þar sem hann spilaði seinni hluta síðasta sumars. Áður var hann á mála hjá Víkingi Reykjavík og Gróttu.

„Þrátt fyrir ungan aldur hefur Axel Freyr verið í stórum hlutverkum hjá sínum liðum en hann hefur leikið 134 KSÍ leiki og skorað í þeim 20 mörk. Axel Freyr er frábær viðbót við okkar unga og spennandi hóp," segir í færslu Fjölnis.

Axel er 23 ára miðjumaður sem er fjórði leikmaðurinn sem Fjölnir hefur fengið frá því síðasta tímabili lauk.

Komnir
Axel Freyr Harðarson frá Kórdrengjum
Bjarni Gunnarsson frá HK
Óliver Dagur Thorlacius frá Gróttu
Sigurvin Reynisson frá Kríu
Bjarni Þór Hafstein frá Augnabliki (var á láni)

Farnir
Arnar Númi Gíslason í Breiðablik (var á láni)
Viktor Andri Hafþórsson

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner