Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 17. janúar 2023 12:00
Elvar Geir Magnússon
Real Madrid fylgist með samningsstöðu Garnacho
Mynd: Getty Images
Real Madrid fylgist með samningastöðu Alejandro Garnacho hjá Manchester United en Argentínumaðurinn hefur ekki enn skrifað undir nýjan samning á Old Trafford.

Þessi 18 ára vængmaður hefur unnið sér inn stærra hlutverk hjá United en samningur hans rennur út 2024. Það er þó klásúla um framlengingu um eitt ár.

Fjöldi stórra félaga í Evrópu horfa löngunaraugum til Garnacho en umboðsmenn hans höfnuðu samningstilboði frá United upp á 20 þúsund pund í vikulaun. Hann er sagður vera með 7 þúsund pund í vikulaun sem stendur.

Erik ten Hag hefur gefið Garnacho gott tækifæri og leikmaðurinn þakkaði traustið með því að leggja upp sigurmark Marcus Rashford gegn Manchester City um síðustu helgi.

Þá skoraði hann sigurmarkið gegn Fulham í síðasta leik United fyrir HM í Katar.
Athugasemdir
banner
banner
banner