Dortmund vill Rashford - City að bjóða í Cambiaso - West Ham og Tottenham hafa áhuga á Ansu Fati
   fös 17. janúar 2025 23:15
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Arnar ætlaði að hætta við kaupin á Gunnari Vatnhamar - „Fínt að segja þessa sögu núna"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson, nýráðinn landsliðsþjálfari Íslands, náði stórkostlegum árangri sem þjálfari Víkings undanfarin ár. Hann sagði áhugaverða sögu um Gunnar Vatnhamar leikmann Víkings í viðtali við Tómas Þór Þórðarson á Facebook síðu félagsins.

Gunnar gekk til liðs við félagið sumarið 2023 eftir að Kyle McLagan sleit krossband. Gunnar varð lykilmaður í liðinu og var í liði ársins en Víkingur vann tvöfalt það sumarið. Hann var svo aftur í liði ársins á síðasta tímabili.

„Kyle var búinn að vera flottur fyrir okkur. Ég ætla aldrei að segja að við vorum heppnir að hann hafi slitið krossbönd. Það er stutt á milli í þessu, sorg í nokkra daga svo dettur Gunnar upp í hendurnar á okkur," sagði Arnar.

Víkingur valdi á milli þess að fá nýsjálenskan varnarmann eða Gunnar.

„Það er önnur saga sem ég hef ekki sagt því ég skammast mín fyrir það en það er fínt að segja hana núna. Gunnar var búinn að skrifa undir og ég vissi ekki af því. Ég sá síðasta landsleikinn hjá honum um morguninn og hann gerir skeflileg mistök. Ég segi 'Er hann búinn að skrifa undir? Við verðum að hætta við þetta' er að djóka en samt ekki," sagði Arnar.

„Ég sá þetta ekki þegar við fórum yfir greininguna en sem betur fer hættum við ekki við."

Sjáðu viðtalið í heild sinni hér
Athugasemdir
banner
banner
banner