Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
   mán 17. febrúar 2020 18:37
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Neymar orðinn heill - Spilar gegn Dortmund
Tomas Tuchel, stjóir PSG, sagði í dag, á fréttamannafundi fyrir leikinn Dortmund, að Neymar væri orðinn heill heilsu.

Neymar hefur glímt við meiðsli undanfarið en brasilíski snillingurinn er klár í slaginn og mun spila gegn Dortmund annað kvöld.

„Neymar er í góðu lagi og mun spila á morgun nema eitthvað gerist á æfingu," sagði Tuchel í dag.

Dortmund og PSG mætast í fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar klukkan 20:00 annað kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner