Chelsea ætlar sér að vinna baráttuna um Guehi - Liverpool og Man City á eftir Frimpong - Tveir orðaðir við Arsenal - Al-Ahli gæti gert Vinicius að...
   mán 17. febrúar 2025 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Flick um Bellingham: Hann sýndi vanvirðingu
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Real Madrid missteig sig í titilbaráttunni og gerði óvænt jafntefli gegn Osasuna í síðustu umferð spænska boltans, eftir að Jude Bellingham var rekinn af velli í fyrri hálfleik.

   15.02.2025 17:31
Spánn: Real missteig sig - Sjáðu rauða spjaldið á Bellingham


Bellingham fékk beint rautt spjald fyrir að hreyta fúkyrðum í dómarann en útskýrði eftir leik að þetta hafi allt verið byggt á misskilningi útfrá samskiptaörðugleikum. Carlo Ancelotti þjálfari tók undir þessi orð.

   16.02.2025 07:00
Bellingham ósáttur með rauða spjaldið - „Samskiptaörðugleikar"


Hansi Flick þjálfari Barcelona, sem er í titilbaráttu við Real Madrid, var spurður út í atvikið og telur Bellingham hafa sýnt vanvirðingu.

„Þetta er vanvirðing en ég er ekki manneskjan sem ætti að tjá sig um þetta mál. Þetta er það sem ég segi alltaf við mína leikmenn, af hverju eyða orku í að rífast við dómarann um ákvarðanir sem hann er búinn að taka? Það er einn fyrirliði í hverju liði sem fær leyfi til að ræða við dómarann," sagði Flick, en Bellingham er ekki fyrirliði hjá Real Madrid.

„Mér líkar ekki við hegðunina sem ég sá hjá honum (Bellingham). Það sýnir veikleika að fá rautt spjald."

Þetta er í annað sinn sem Bellingham fær rautt spjald í treyju Real Madrid, eftir að hafa fengið eitt slíkt eftir 2-2 jafntefli gegn Valencia í mars í fyrra. Hann fékk seinna gula spjaldið sitt fyrir að kvarta í dómaranum eftir lokaflautið.

Barcelona getur tekið toppsætið af Real Madrid með sigri á heimavelli gegn Rayo Vallecano í kvöld.

Real á næst heimaleik við Girona í deildinni á mánudaginn, eftir að liðið tekur á móti Manchester City í seinni leiknum í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner