Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
   þri 17. mars 2020 10:00
Magnús Már Einarsson
Stórlið mæta í FIFA mót hjá Leyton Orient
Leyton Orient í ensku D-deildinni ákvað í vikunni að halda risa mót í tölvuleiknum FIFA 20.

Þar sem frí er í gangi í fótboltanum vegna kórónuveirunnar ákvað Leyton að prófa að halda 64 liða mót í FIFA.

Skráningin var það framar vonum þannig að mótið verður með 128 liðu. Dregið verður á morgun.

Meðal liða sem hafa skráð sig eru Manchester City, Ajax og Roma.

Hvert lið velur leikmann eða stuðningsmann til að taka þátt en Andros Townsend, kantmaður Crystal Palace, mun meðal annars taka þátt fyrir hönd félagsins.

Athugasemdir
banner