Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
banner
   mið 17. apríl 2024 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Portsmouth aftur upp í Championship eftir tólf ára fjarveru
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Portsmouth er búið að tryggja sig aftur upp í ensku Championship deildina eftir tólf ára fjarveru, eftir að liðið féll niður í League One deildina tímabilið 2011-12.

Portsmouth hefði ekki fallið niður um deild það tímabilið ef ekki fyrir tíu refsistig sem voru dæmd félaginu vegna fjárhagsvandræða.

Portsmouth féll niður í League Two deildina ári síðar og dúsaði þar í nokkur ár áður en félagið komst aftur upp í League One og hefur verið í kringum umspilsbaráttuna þar síðan.

Portsmouth er búið að vinna League One deildina þó það séu enn tvær umferðir eftir af tímabilinu, þar sem liðið er með 94 stig eftir 44 umferðir.

Derby County, Peterborough United og Bolton Wanderers, sem eru með Jón Daða Böðvarsson innanborðs, berjast um annað sæti deildarinnar.


Athugasemdir
banner
banner