Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   fim 17. apríl 2025 18:13
Anton Freyr Jónsson
Elmar Cogic: Sagði við hann fyrir leik að hann myndi skora
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta er bara geðveikt. við þurftum að mæta og sýna hvað við getum. Við erum búnir að vera slappir í því að skapa okkur eitthvað almennilega í síðustu leikjum þannig flott að ná 5-0 sigri og komast á sigurbraut." sagði Elmar Kári Cogic leikmaður Aftureldingar eftir 5-0 sigur á Hött/Huginn á Malbikstöðinni að Varmá og er Afturelding komið áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikar karla.


Lestu um leikinn: Afturelding 5 -  0 Höttur/Huginn

Bræðurnir Elmar Kári Enesson Cogic og Enes Þór Enesson Cogic byrjuðu saman inn á í liði Aftureldningar og skoruðu þeir báðir mark í leiknum í dag.

„Já heldur betur. Lagði upp eitt í dag á hann og ég sagði við hann fyrir leik að hann myndi skora og það rættist úr því."

„Ég held að þetta sé fyrsti mótsleikurinn hjá okkur saman þar sem við byrjum báðir inn á þannig bara geðveikt að geta gert þetta, draumur!"

Afturelding er búið að spila tvo leiki í Bestu deildinni og einn leik núna í Mjólkurbikarnum. Hvernig finnst þér þetta hafa farið á stað persónulega hjá þér og liðinu?

„Ég hugsa ekkert um mig, þetta snýst um liðið og hvernig okkur gengur. Mér finnst þetta búið að vera allt í lagi, við getum verið aðeins meira skapandi fram á við en það kemur bara með leikjunum og ég hef bara fulla trú á þessu. Við erum búnir að flotta menn inn sem passa þvílíkt vel inn í liðið og geta spilað fótbolta."

Nánar var rætt við Elmar Kára í viðtalinu hér að ofan.



Athugasemdir
banner