Chelsea í bílstjórasætinu um Rogers - Forest leitar að stjóra - Þriggja manna listi Real Madrid
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
Nik: Fagnaðardagur fyrir þær
Thelma Karen: Ég þarf að sjá hvað ég ætla að gera
Einar Guðna: Við þurfum að gera betur og lenda ofar
Jóhannes Karl: Þannig er fótbolti
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
banner
   fim 17. apríl 2025 18:13
Anton Freyr Jónsson
Elmar Cogic: Sagði við hann fyrir leik að hann myndi skora
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta er bara geðveikt. við þurftum að mæta og sýna hvað við getum. Við erum búnir að vera slappir í því að skapa okkur eitthvað almennilega í síðustu leikjum þannig flott að ná 5-0 sigri og komast á sigurbraut." sagði Elmar Kári Cogic leikmaður Aftureldingar eftir 5-0 sigur á Hött/Huginn á Malbikstöðinni að Varmá og er Afturelding komið áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikar karla.


Lestu um leikinn: Afturelding 5 -  0 Höttur/Huginn

Bræðurnir Elmar Kári Enesson Cogic og Enes Þór Enesson Cogic byrjuðu saman inn á í liði Aftureldningar og skoruðu þeir báðir mark í leiknum í dag.

„Já heldur betur. Lagði upp eitt í dag á hann og ég sagði við hann fyrir leik að hann myndi skora og það rættist úr því."

„Ég held að þetta sé fyrsti mótsleikurinn hjá okkur saman þar sem við byrjum báðir inn á þannig bara geðveikt að geta gert þetta, draumur!"

Afturelding er búið að spila tvo leiki í Bestu deildinni og einn leik núna í Mjólkurbikarnum. Hvernig finnst þér þetta hafa farið á stað persónulega hjá þér og liðinu?

„Ég hugsa ekkert um mig, þetta snýst um liðið og hvernig okkur gengur. Mér finnst þetta búið að vera allt í lagi, við getum verið aðeins meira skapandi fram á við en það kemur bara með leikjunum og ég hef bara fulla trú á þessu. Við erum búnir að flotta menn inn sem passa þvílíkt vel inn í liðið og geta spilað fótbolta."

Nánar var rætt við Elmar Kára í viðtalinu hér að ofan.



Athugasemdir