Verðmiðinn á Rashford - Mikið tap hjá Ratcliffe - Newcastle vill Gittens
Gunnar Heiðar: Við héldum ekki áfram að gera það sem við erum góðir í
Jóhann Birnir: Eiginlega meira svekktur með hvað það kom smá óðagot á okkur
Hemma Hreiðars bragur að myndast hjá HK - „Vilja æfa eins og skepnur"
Óli Íshólm: Eitthvað til að byggja ofan á en súrt var það
Þriðji markvörður Fjölnis í þremur leikjum - „Ekki algengt að tveir markmenn af þrem meiðist"
Árni Guðna: Þurfum að snúa þessum jafnteflum upp í sigra
De Jong spark fékk bara gult spjald „Hann fer bara með takkana í magann á honum"
Matti: Fyrri hálfleikurinn fer í algjört andleysi
Agla María: Ansi góð vika og við förum sáttar inn í helgina
Berglind Björg: Auðvitað er það alltaf markmiðið
Best í Mjólkurbikarnum: Örugglega fyrsta þrennan á ferlinum
Arnar Gunnlaugs á nýja grasinu: Ótrúlegir hlutir gerst síðustu vikur
Arnór Borg um VÆB fagn Vestra: Daði var að cooka inn í klefa, Róa eitthvað
Dóri Árna: Ef maður misstígur sig einu sinni þá ertu búinn
Davíð Smári eftir magnaðan sigur: Þetta er fótboltaleikur, það eru tilfinningar
Haddi: Gerum glórulaus mistök
Rúnar Kristins: Baráttuandinn og viljinn til staðar
Sjáðu síðasta víti Stjörnunnar og stemninguna hjá Kára í Akraneshöllinni
Hektor Bergmann: Þetta er besta tilfinning í heimi
Jökull eftir sigur í vító: „Eigum sittera fyrir framan markið“
   fim 17. apríl 2025 18:13
Anton Freyr Jónsson
Elmar Cogic: Sagði við hann fyrir leik að hann myndi skora
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta er bara geðveikt. við þurftum að mæta og sýna hvað við getum. Við erum búnir að vera slappir í því að skapa okkur eitthvað almennilega í síðustu leikjum þannig flott að ná 5-0 sigri og komast á sigurbraut." sagði Elmar Kári Cogic leikmaður Aftureldingar eftir 5-0 sigur á Hött/Huginn á Malbikstöðinni að Varmá og er Afturelding komið áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikar karla.


Lestu um leikinn: Afturelding 5 -  0 Höttur/Huginn

Bræðurnir Elmar Kári Enesson Cogic og Enes Þór Enesson Cogic byrjuðu saman inn á í liði Aftureldningar og skoruðu þeir báðir mark í leiknum í dag.

„Já heldur betur. Lagði upp eitt í dag á hann og ég sagði við hann fyrir leik að hann myndi skora og það rættist úr því."

„Ég held að þetta sé fyrsti mótsleikurinn hjá okkur saman þar sem við byrjum báðir inn á þannig bara geðveikt að geta gert þetta, draumur!"

Afturelding er búið að spila tvo leiki í Bestu deildinni og einn leik núna í Mjólkurbikarnum. Hvernig finnst þér þetta hafa farið á stað persónulega hjá þér og liðinu?

„Ég hugsa ekkert um mig, þetta snýst um liðið og hvernig okkur gengur. Mér finnst þetta búið að vera allt í lagi, við getum verið aðeins meira skapandi fram á við en það kemur bara með leikjunum og ég hef bara fulla trú á þessu. Við erum búnir að flotta menn inn sem passa þvílíkt vel inn í liðið og geta spilað fótbolta."

Nánar var rætt við Elmar Kára í viðtalinu hér að ofan.



Athugasemdir
banner