Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
   mán 17. maí 2021 22:05
Baldvin Már Borgarsson
Rúnar Kristins: Þeir áttu ekki skot á markið okkar í fyrri hálfleik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Kristinsson var eðlilega svekktur með niðurstöðuna í 3-2 tapi sinna manna gegn Val fyrr í kvöld. Leikið var á Meistaravöllum, heimavelli KR og þar hafa þeir enn ekki fengið stig þetta tímabilið.

Spilamennska KR var góð í leiknum og því var Rúnar súr að fá ekkert út úr leiknum.

Lestu um leikinn: KR 2 -  3 Valur

„Það er alltaf mjög fúlt að tapa fótboltaleikjum, sérstaklega þegar að þú spilar nokkuð góðan leik og telur þig vera ánægðan með framlag leikmanna þinna.''

„Þeir lögðu á sig gríðarlega vinnu, vörðust vel, töpuðum 3-2 en eigum þvílík dauðafæri í síðari hálfleik til að jafna. Ég er mest fúll yfir því að við höfum hleypt þeim inn í leikinn í lok síðari hálfleiks.''

KR-ingar byrjuðu leikinn vel og voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik, en féllu KR-ingar ekki aðeins of djúpt eftir að hafa komist yfir sem orsakaði markið sem Valsarar skoruðu undir lok hálfleiksins?

„Okkur líður vel þannig, Valsmenn áttu held ég ekki skot að markinu okkar í fyrri hálfleik og áttu ekki margar fyrirgjafir, allavega ekkert hættulegt sem við þurftum að hafa áhyggjur af, en þeir skora úr þessari hornspyrnu sem þeir fá og þeir skoruðu gott mark sem var súrt, við erum búnir að vera að fá á okkur nokkur mörk núna úr föstum leikatriðum bæði núna, síðast á móti Fylki og svo á móti KA á heimavelli svo við þurfum bara að laga þessa hluti.''

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan en þar ræðir Rúnar betur um leikinn, Kjartan Henry og fleira.
Athugasemdir
banner
banner