PSG og Man Utd gætu gert skiptidíl - Engar viðræður um Salah - Konate má fara fyrir 15 milljónir punda
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
   mán 17. maí 2021 22:05
Baldvin Már Borgarsson
Rúnar Kristins: Þeir áttu ekki skot á markið okkar í fyrri hálfleik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Kristinsson var eðlilega svekktur með niðurstöðuna í 3-2 tapi sinna manna gegn Val fyrr í kvöld. Leikið var á Meistaravöllum, heimavelli KR og þar hafa þeir enn ekki fengið stig þetta tímabilið.

Spilamennska KR var góð í leiknum og því var Rúnar súr að fá ekkert út úr leiknum.

Lestu um leikinn: KR 2 -  3 Valur

„Það er alltaf mjög fúlt að tapa fótboltaleikjum, sérstaklega þegar að þú spilar nokkuð góðan leik og telur þig vera ánægðan með framlag leikmanna þinna.''

„Þeir lögðu á sig gríðarlega vinnu, vörðust vel, töpuðum 3-2 en eigum þvílík dauðafæri í síðari hálfleik til að jafna. Ég er mest fúll yfir því að við höfum hleypt þeim inn í leikinn í lok síðari hálfleiks.''

KR-ingar byrjuðu leikinn vel og voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik, en féllu KR-ingar ekki aðeins of djúpt eftir að hafa komist yfir sem orsakaði markið sem Valsarar skoruðu undir lok hálfleiksins?

„Okkur líður vel þannig, Valsmenn áttu held ég ekki skot að markinu okkar í fyrri hálfleik og áttu ekki margar fyrirgjafir, allavega ekkert hættulegt sem við þurftum að hafa áhyggjur af, en þeir skora úr þessari hornspyrnu sem þeir fá og þeir skoruðu gott mark sem var súrt, við erum búnir að vera að fá á okkur nokkur mörk núna úr föstum leikatriðum bæði núna, síðast á móti Fylki og svo á móti KA á heimavelli svo við þurfum bara að laga þessa hluti.''

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan en þar ræðir Rúnar betur um leikinn, Kjartan Henry og fleira.
Athugasemdir
banner