Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
„Þetta verkefni sem hún hefur gengið í gegnum er ótrúlegt"
Foreldrar Áslaugar Mundu á sínu þriðja EM - „Ekki hægt að sleppa þessu“
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
Rúnar eiginmaður Natöshu: Ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
   mán 17. maí 2021 22:05
Baldvin Már Borgarsson
Rúnar Kristins: Þeir áttu ekki skot á markið okkar í fyrri hálfleik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Kristinsson var eðlilega svekktur með niðurstöðuna í 3-2 tapi sinna manna gegn Val fyrr í kvöld. Leikið var á Meistaravöllum, heimavelli KR og þar hafa þeir enn ekki fengið stig þetta tímabilið.

Spilamennska KR var góð í leiknum og því var Rúnar súr að fá ekkert út úr leiknum.

Lestu um leikinn: KR 2 -  3 Valur

„Það er alltaf mjög fúlt að tapa fótboltaleikjum, sérstaklega þegar að þú spilar nokkuð góðan leik og telur þig vera ánægðan með framlag leikmanna þinna.''

„Þeir lögðu á sig gríðarlega vinnu, vörðust vel, töpuðum 3-2 en eigum þvílík dauðafæri í síðari hálfleik til að jafna. Ég er mest fúll yfir því að við höfum hleypt þeim inn í leikinn í lok síðari hálfleiks.''

KR-ingar byrjuðu leikinn vel og voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik, en féllu KR-ingar ekki aðeins of djúpt eftir að hafa komist yfir sem orsakaði markið sem Valsarar skoruðu undir lok hálfleiksins?

„Okkur líður vel þannig, Valsmenn áttu held ég ekki skot að markinu okkar í fyrri hálfleik og áttu ekki margar fyrirgjafir, allavega ekkert hættulegt sem við þurftum að hafa áhyggjur af, en þeir skora úr þessari hornspyrnu sem þeir fá og þeir skoruðu gott mark sem var súrt, við erum búnir að vera að fá á okkur nokkur mörk núna úr föstum leikatriðum bæði núna, síðast á móti Fylki og svo á móti KA á heimavelli svo við þurfum bara að laga þessa hluti.''

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan en þar ræðir Rúnar betur um leikinn, Kjartan Henry og fleira.
Athugasemdir