Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Venni: Ég get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   lau 17. september 2022 17:32
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnar Grétars hrósar dómaranum: Það kannski skilur liðin að í dag
Arnar Grétarsson
Arnar Grétarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar var ánægður með markið hjá Jakobi
Arnar var ánægður með markið hjá Jakobi
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Mér finnst í raun ótrúlegt að leikurinn hafi endað 1-0 miðað við hvernig leikurinn var. Við vorum mjög ólíkir sjálfum okkur í fyrri hálfleik og mjög heppnir að fara í fyrri hálfleikinn með 0-0," sagði Arnar Grétarsson, þjálfari KA, eftir sigur gegn Val í dag.

Lestu um leikinn: Valur 0 -  1 KA

„Mér fannst Valur byrja miklu betur og sköpuðu sér tvö mjög góð færi í byrjun leiks. Svo jafnaðist þetta aðeins og við fáum okkar færi í fyrri hálfleik. Mér fannst pressan samt léleg, létt hjá þeim að spila út úr henni og slitnaði alltof mikið á milli - eins og menn væru hræddir við eitthvað."

„Í seinni hálfleik fannst mér við byrja miklu betur, pressa miklu betur, miklu þéttari og fannst við vera banka á þetta þegar við fáum þetta mark á 75. (mínútu). Þá fannst mér við vera búnir að vera líklegir í nokkur skipti áður. Valur fékk að vísu eitt fínasta færi í miðjum hálfleiknum,"
sagði Arnar sem segir að leikurinn hefði alveg eins getað endað 3-3 og að Valur hefði alveg getað unnið þennan leik.

Arnar telur að KA hefði átt að fá víti og jafnvel tvö.

Um sigurmarkið:

„Það kemur flikk og bolti inn í, Jakob gerir mjög vel og nær boltanum," sagði Arnar sem hrósaði Jakobi mikið. „Mér finnst líka vel gert hjá dómurunum, allt í lagi að hæla þeim. Maður er pirraður að hafa ekki fengið víti á undan en vel gert hjá Pétri að átta sig á því að það fór í Valsmann en ekki KA-mann sem gerði það að verkum að Jakob sem gerði það að verkum að hann var réttstæður. Það kannski skilur liðin að í dag."

Hvaða þýðingu hafa stigin þrjú?

„Það þýðir að við erum í sömu stöðu og Víkingur, nánast, þeir eru náttúrulega með betri markatölu. Við vitum ekkert hvernig leikurinn fer í bikarnum. Við KA-menn erum auðvitað með Víkingi í þeim leik því ef Víkingur vinnur þá erum við í mjög góðri stöðu upp á þetta annað sæti. Ef ekki, þá þurfum við bara að berjast um þetta annað sæti. Það eru fimm leikir í boði, þó að það sé alltaf gaman að líta upp, átta stig, það er helvíti mikið. Blikar hafa verið drulluflottir og það verður erfitt að berjast við þá en svo veit maður aldrei," sagði Arnar.

Í viðtalinu kemur fram að þeir Rodri og Andri Fannar Stefánsson hefðu verið fjarri góðu gamni vegna meiðsla í kálfa.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum að ofan. Arnar talar nánar um toppbaráttuna, Jakob Snæ, Bjarna Aðalsteinsson og Svein Margeir Hauksson.
Athugasemdir
banner