Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   lau 17. september 2022 17:32
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnar Grétars hrósar dómaranum: Það kannski skilur liðin að í dag
Arnar Grétarsson
Arnar Grétarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar var ánægður með markið hjá Jakobi
Arnar var ánægður með markið hjá Jakobi
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Mér finnst í raun ótrúlegt að leikurinn hafi endað 1-0 miðað við hvernig leikurinn var. Við vorum mjög ólíkir sjálfum okkur í fyrri hálfleik og mjög heppnir að fara í fyrri hálfleikinn með 0-0," sagði Arnar Grétarsson, þjálfari KA, eftir sigur gegn Val í dag.

Lestu um leikinn: Valur 0 -  1 KA

„Mér fannst Valur byrja miklu betur og sköpuðu sér tvö mjög góð færi í byrjun leiks. Svo jafnaðist þetta aðeins og við fáum okkar færi í fyrri hálfleik. Mér fannst pressan samt léleg, létt hjá þeim að spila út úr henni og slitnaði alltof mikið á milli - eins og menn væru hræddir við eitthvað."

„Í seinni hálfleik fannst mér við byrja miklu betur, pressa miklu betur, miklu þéttari og fannst við vera banka á þetta þegar við fáum þetta mark á 75. (mínútu). Þá fannst mér við vera búnir að vera líklegir í nokkur skipti áður. Valur fékk að vísu eitt fínasta færi í miðjum hálfleiknum,"
sagði Arnar sem segir að leikurinn hefði alveg eins getað endað 3-3 og að Valur hefði alveg getað unnið þennan leik.

Arnar telur að KA hefði átt að fá víti og jafnvel tvö.

Um sigurmarkið:

„Það kemur flikk og bolti inn í, Jakob gerir mjög vel og nær boltanum," sagði Arnar sem hrósaði Jakobi mikið. „Mér finnst líka vel gert hjá dómurunum, allt í lagi að hæla þeim. Maður er pirraður að hafa ekki fengið víti á undan en vel gert hjá Pétri að átta sig á því að það fór í Valsmann en ekki KA-mann sem gerði það að verkum að Jakob sem gerði það að verkum að hann var réttstæður. Það kannski skilur liðin að í dag."

Hvaða þýðingu hafa stigin þrjú?

„Það þýðir að við erum í sömu stöðu og Víkingur, nánast, þeir eru náttúrulega með betri markatölu. Við vitum ekkert hvernig leikurinn fer í bikarnum. Við KA-menn erum auðvitað með Víkingi í þeim leik því ef Víkingur vinnur þá erum við í mjög góðri stöðu upp á þetta annað sæti. Ef ekki, þá þurfum við bara að berjast um þetta annað sæti. Það eru fimm leikir í boði, þó að það sé alltaf gaman að líta upp, átta stig, það er helvíti mikið. Blikar hafa verið drulluflottir og það verður erfitt að berjast við þá en svo veit maður aldrei," sagði Arnar.

Í viðtalinu kemur fram að þeir Rodri og Andri Fannar Stefánsson hefðu verið fjarri góðu gamni vegna meiðsla í kálfa.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum að ofan. Arnar talar nánar um toppbaráttuna, Jakob Snæ, Bjarna Aðalsteinsson og Svein Margeir Hauksson.
Athugasemdir
banner