Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   sun 17. nóvember 2019 09:23
Brynjar Ingi Erluson
Man City íhugar að fá Coman inn fyrir Sane
Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester City íhugar að fá franska landsliðsmanninn Kingsley Coman frá Bayern München en Sky Sports greinir frá.

Þýski landsliðsmaðurinn Leroy Sane meiddist í upphafi tímabilsins og verður frá fram á næsta ár en hann var nálægt því að ganga í raðir Bayern í sumar.

Talið er að Bayern hafi enn áhuga á að fá Sane og gæti farið svo að félögin skiptist á leikmönnum.

Samkvæmt Sky Sports hefur Pep Guardiola, stjóri City, áhuga á því að fá Kingsley Coman en hann hefur spilað tíu leiki með Bayern á tímabilinu og er með öflugustu vængmönnum heims í dag.

Hann á afar áhugaverðan feril en hann hefur spilað með þremur stórliðum á ferlinum og er aðeins 23 ára gamall. Hann hóf ferilinn hjá Paris Saint-Germain þar sem hann varð meistari tvö ár í röð áður en Juventus fékk hann á frjálsri sölu árið 2014.

Coman spilaði eitt tímabil með Juventus áður en hann var lánaður til Bayern tímabilið á eftir. Hann eyddi tveimur árum á láni hjá Bayern áður en hann var keyptur til félagsins.
Athugasemdir