Forest hafnar öllum tilboðum í Anderson sem er á óskalista Man Utd - Tottenham vill fá Samu Aghehowa
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
banner
   mið 17. nóvember 2021 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sólon Breki: Erfið ákvörðun að taka
Það er það sem ég á eftir að sjá mest á eftir
Sólon Breki
Sólon Breki
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sólon spilaði sjö leiki í sumar. Hann spilaði 57 í næstefstu deild með Leikni og skoraði 28 mörk.
Sólon spilaði sjö leiki í sumar. Hann spilaði 57 í næstefstu deild með Leikni og skoraði 28 mörk.
Mynd: Haukur Gunnarsson
Sólon Breki Leifsson greindi frá því með Instagram-færslu í gær að hann hefði lagt skóna á hilluna. Sólon hefur glímt við mikil meiðsli á árinu og ákvað að kalla þetta gott.

Sólon er uppalinn hjá Breiðabliki og lék með uppeldisfélaginu ásamt Vestra og Leikni á sínum ferli. Hann gekk í raðir Leiknis fyrir tímabilið 2018 og raðaði inn mörkum með liðinu í næstefstu deild.

Fótbolti.net ræddi við Sólon í dag og má sjá viðtalið í heild í spilaranum að ofan.

„Þetta er erfið ákvörðun að taka en ég hef hugsað þetta síðan um mitt sumar í ár. Ég held að þetta sé það sem sé best fyrir mig akkúrat núna. Bæði út af meiðslum og ýmsu öðru, önnur áhugamál, allskonar sem er að koma inn og spennandi verkefni sem tengjast ekki fótbolta," sagði Sólon.

Var þetta hætt að vera jafn gaman, að vera í fótbolta, og það var áður?

„Ekki í júní, júlí, ágúst og september," sagði Sólon og hló. „En undirbúningstímabilið er ekki uppáhaldið mitt, verð að viðurkenna það. Það er partur af þessu, þetta er ákvörðun sem ég tók og er sáttur við."

Voru menn að reyna sannfæra þig um að halda áfram?

„Já, auðvitað en ég fékk mikinn stuðning frá Sigga Höskulds og Hlyn (þjálfurum Leiknis) og er þakklátur fyrir það."

„Skrokkurinn á mér er fínn, ég hef reyndar ekkert látið reyna á hann síðustu tvo mánuði og það kannski sést aðeins en ég held hann sé bara í þrusu standi."


Kemur það til greina snúa aftur eftir 2-3 ár?

„Ég veit það ekki, ég er voða lítið í að útiloka eitthvað. Ég gæti alveg komið aftur í janúar en eins og staðan er núna þá er þetta bara komið gott."

Sólon segir að tímabilið 2020, þegar Leiknir fór upp úr Lengjudeildinni, sé hápunkturinn á hans ferli.

„Það gekk vel með Leikni og ég kom flott inn í þetta. Ég er búinn að vera með góða þjálfara, fengið mikið traust og spilað mikið. Síðasta tímabil var erfitt og það auðvitað spilar inn í þessa ákvörðun hjá mér. Ég er ungur og hefði mögulega getað tekið tíu ár í viðbót. Við sjáum bara hvernig þetta fer."

Þú varst fljótur að aðlagast hlutunum í Leikni, segðu aðeins frá því.

„Já, það er ekki bara mér að þakka. Það er fólkinu í kring, leikmönnum og þjálfurum, sem gerði þetta rosa auðvelt fyrir mig. Strákarnir þarna eru algjörir snillingar og það er það sem ég á eftir að sjá mest á eftir - að hitta þá ekki á hverjum degi," sagði Sólon.

Hin hliðin:
Sólon Breki Leifsson
Athugasemdir
banner