Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 18. janúar 2022 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Ég vil að allir viti af því að hann er að fara gera stóra hluti"
Icelandair
Bræðurnir voru báðir í unglingastarfi Reading
Bræðurnir voru báðir í unglingastarfi Reading
Mynd: Reading
Bræðurnir Jökull og Axel Óskar Andréssynir eru báðir atvinnumenn í fótbolta. Jökull er leikmaður Reading á Englandi og Axel Óskar spilar með Riga FC í Lettlandi.

Axel á að baki tvo A-landsleiki og Jökull spilaði sinn fyrsta A-landsleik í síðustu viku. Fótbolti.net ræddi við Jökul á fimmtudag og spurði hann út í bróður sinn.

Hvenær ætlar þú að spila með Axel Óskari í landsliðinu?

„Það styttist í það, treystu mér! Axel er búinn að vera ógeðslega óheppinn með meiðsli, verið í hnémeiðslum lengi en er allur orðinn góður núna," sagði Jökull.

„Hann getur ekki beðið eftir því að bomba á þetta nýja tímabil með Riga. Ég get lofað þér því að hann er núna að fara blómstra. Þú finnur ekki jákvæðari og sterkari mann andlega, hann er magnaður hann bróðir minn. Ég vil að allir viti af því að hann er að fara gera stóra hluti," sagði Jökull.

Hér að neðan má sjá viðtal við Axel Óskar frá því í desember.

Sjá einnig:
Sturlað augnablik - „Einhver skrítinn gæi frá Aftureldingu búinn að spila sinn fyrsta landsleik"
Fer fögrum orðum um Jón Daða og Ingvar - „Er þetta besti gæi í heiminum?"
Langar að fara á lán frá Englandi en dreymir líka um fyrsta leikinn með Reading
Rússabrjálæði og pressa: Tímabilið varð bara að einhverri steypu
Athugasemdir
banner
banner