Virgil van Dijk fyrirliði Liverpool var í skýjunum með úrúgvæska framherjann Darwin Nunez eftir 0-2 sigur á Brentford í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Nunez kom inná sem varamaður og skoraði bæði mörk liðsins í uppbótartíma.
„Það verður að vinna sér svona inn. Framherjar ereu alltaf dæmdir af mörkunum og sérstaklega hjá félagi eins og Liverpool," sagði hollenski varnarmaðurinnn.
„Í dag setti hann mark sitt á leikinn, það var mjög mikilvægt. Við verðum að hafa alla í sínu besta standi og daguirnn í dag var dagurinn hans," bætti hann við.
Sigurinn styrkir stöðu Liverpool á toppi deildarinnar og Van Dijk hélt áfram. „Hver einasti sigur er stór úrslit. Sérstaklega þegar liðin í kringum okkur eru svona sterk. Við verðum að halda stöðugleika, vinna leiki og standa okkur vel."
Hann hrósaði Brentford liðinu: „Þeir eru með mjög skýrt skipulag. Við reynum að brjóta niður vörnina þeirra og ef við töpum boltanum þá fáum við stundum skyndisókn gegn okkur. Þeir skapa hættu og gera það gegn hvaða liði sem er í deildinni. Við leystum það vel og hefðum geta skorað meira. Það verður aldrei gönguferð í garðinum. Hver einasti leikur, og hvert einasta lið er gott. Þeir vilja spila sinn besta leik gegn okkur og við viljum spila okkar besta leik gegn þeim."
Athugasemdir