Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 18. febrúar 2020 22:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Van Dijk: Höfum 90 mínútur til að bæta fyrir þetta
Virgil van Dijk.
Virgil van Dijk.
Mynd: Getty Images
Virgil van Dijk segir að nú hafi Liverpool 90 mínútur til þess að bæta fyrir 1-0 tap gegn Atletico Madrid í Meistaradeildinni í kvöld.

Fyrri leikur liðanna í 16-liða úrslitunum var í kvöld og fer seinni leikurinn fram á Anfield um miðjan mars. Liverpool þekkir það vel að koma til baka gegn spænsku liði í Meistaradeildinni. Það muna allir eftir undanúrslitaeinvíginu gegn Barcelona í fyrra.

„Við fengum á okkur markið eftir hornspyrnu, fyrsta færið þeirra, ekki einu sinni færi. Þetta var smávægileg heppni," sagði Van Dijk við BT Sport eftir leikinn.

„Skilaboðin í hálfleik voru að halda áfram að spila. Við vorum með boltann mestallan leikinn en náðum því miður ekki að skapa mikið af dauðafærum."

„Við höfum 90 mínútur til að bæta fyrir þetta," sagði Van Dijk.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner