Pochettino á radar Man Utd og Bayern - McKenna orðaður við Chelsea - Slot við Kökcu til Liverpool
   fim 18. apríl 2024 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Arsenal verður ekki með á HM félagsliða - Salzburg tók síðasta lausa sætið
Salzburg verður með á HM félagsliða
Salzburg verður með á HM félagsliða
Mynd: EPA
Enska úrvalsdeildarfélagið Arsenal mun ekki vera með á HM félagsliða sem fer fram í Bandaríkjunum á næsta ári en tap liðsins gegn Bayern München í gær þýðir að austurríska félagið RB Salzburg tekur síðasta Evrópusætið.

Arsenal tapaði síðari leiknum í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær en tapið þýðir það að liðið mun ekki vera með í HM félagsliða.

Aðeins tólf Evrópulið fá þátttöku í keppnina. MIðað er við árangur liða síðustu fjögur árin.

Ef Arsenal hefði unnið keppnina í ár þá hefði það sjálfkrafa komist áfram á HM félagsliða á næsta ári.

Salzburg, sem kemur frá Austurríki, hagnaðist á röðuninni. Tvö félög geta komist í keppnina í gegnum röðunina, en ef félag frá sama landi vinnur keppnina þá fær landið aukasæti.

England, Ítalía, Portúgal, Spánn og Þýskaland eru öll með tvö sæti en Frakkland fékk eitt sæti. Austurríki var síðan næst í röðinni með eitt sæti en Salzburg hefur komist í riðlakeppni Meistaradeildarinnar síðustu fjögur tímabil, en þó aldrei lengra en í 16-liða úrslit.

Á lista UEFA er Salzburg í 40. sæti yfir bestu lið Evrópu.

LIðin frá Evrópu: Atlético, Bayern München, Benfica, Borussia Dortmund, Chelsea, Inter, Juventus, Manchester City, Paris Saint-Germain, Porto, Real Madrid, Red Bull Salzburg.


Athugasemdir
banner
banner