Stjarnan hirti öll stigin 3 á JÁVERK-vellinum á Selfossi í kvöld. Leikurinn var fjörugur og bæði lið fengu sín færi. Guðmunda Brynja Óladóttir var þó svekkt með niðurstöðuna
„Mér fannst 1-3 ekki gefa rétta mynd af þessum leik. Hann var jafn og skemmtilegur bara eins og allir leikir á móti Stjörnunni eru. Þær fengu 2 frekar auðveld mörk frá okkur, 3. markið var gefins frá okkur, við ætluðum að sækja meira. Mér fannst þetta ósanngjörn úrslit."
Selfyssingar fengu nóg af góðum færum í dag en náðu því miður ekki að nýta það nógu vel.
„Við þufum aðeins að vinna í því. Við erum bara búnar að skora 2 mörk í 2 leikjum, og hefðum getað skorað fleiri í dag en það er bara eitthvað sem við getum unnið að."
Donna Key Henry lék Selfyssinga grátt í dag
„Donna Key er áhorfendavæn, það er gaman að horfa á hana spila fótbolta. Hún er ógeðslega góður leikmaður og liðsmaður, við söknum hennar smá."
Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan
Athugasemdir
























