Sádar búast við því að Salah fari frá Liverpool í sumar - Vicario á blaði hjá Inter - Palace hefur rætt við Úlfana um Strand Larsen
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
banner
   fös 18. maí 2018 22:07
Sverrir Örn Einarsson
Óli Stefán: Erum allir að róa í rétta átt
Óli Stefán þjálfari Grindavíkur
Óli Stefán þjálfari Grindavíkur
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Óli Stefán Flóventsson gat leyft sér að brosa eftir vinnu sigur sinna manna á Víkingum í Víkinni nú í kvöld. Eina mark leiksins skoraði Aron Jóhannsson undir lok fyrri hálfleiks og þrátt fyrir ágætis tilraunir náðu Víkingar ekki að jafna og fyrsta tap þeirra í deildinni í ár því staðreynd.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 -  1 Grindavík

„Vinnuframlagið og skipulagið hjá mínum mönnum var til fyrirmyndar í dag enda þurftum við á því að halda til að fá eitthvað út úr þessum á leik á móti góðu Víkingsliði“.

Grindvíkingar voru á löngum köflum ofaná í allri barráttu í leiknum og hleyptu Víkingum aldrei of nálægt markinu og sýndu grimmd og vilja í návígum út á velli.

„Við verðum að matcha kraftinn og ruslavinnuna og hafa skipulagið á hreinu.En svo höfum við ákveðin gæði í okkar liði og getum stjórnað leikjum og í dag á ákveðnum tíma náðum við að skerpa á leiknum og fá mikið flæði og mikið tempó“.

Jóhann Helgi Hannesson gat ekki spilað í dag og þá er Will Daniels meiddur en í stað þeirra komu í liðið Sito og Jón Ingason.

„Við erum með breiðan og stórann hóp svo þó að Jói sé veikur í dag og Will meiddur þá höfum við svör. Við erum mjög samstilltir og erum allir að róa í rétta átt“.

Sagði Óli Stefán þjálfari Grindavíkur
Athugasemdir
banner