Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
   mið 18. maí 2022 20:58
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Jón Stefán: Gat ekkert versnað eftir fyrsta hálftímann
Kvenaboltinn
Perry John James Mclachlan og Jón Stefán Jónsson, þjálfarar Þór/KA
Perry John James Mclachlan og Jón Stefán Jónsson, þjálfarar Þór/KA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Jón Stefán Jónsson, þjálfari Þór/KA var að vonum svekktur með 4-1 tap gegn Þrótti í kvöld. 

"Þetta voru mikil vonbrigði hvernig við komum til leiks og ég held að við sem þjálfum liðið verðum líka að taka það á okkur hvernig við byrjum leikinn. Það góða við þetta er að við getum klárlega gert miklu betur í næsta leik," sagði Jón strax eftir leik.

"Auðvitað komum við inn í hann og það gat ekkert versnað eftir fyrsta hálftímann, eigum alveg kafla og allt það. En þetta var ekkert í hættu hjá Þrótt og það eru vonbrigði því ég tel þessi lið vera nokkuð jöfn fyrirfram."


Lestu um leikinn: Þróttur R. 4 -  1 Þór/KA

Hulda Björg, Arna Eiríks og Vigdís Edda fóru allar meiddar af velli í dag, en einnig var liðið án Huldu Ósk sem meiddist í síðasta leik. Jón segir stöðuna á leikmannahópnum hafa verið betri.

"Sem betur fer held ég nú að þetta sé ekki stórvægilegt, þetta er líka spurning um að vera ekkert að pína þær í ákveðinni stöðu. Ég á ekki von á öðru en að Hulda og Arna verði allavega klárar á mánudaginn."

Jón segist geta fundið einhverja jákvæða punkta í leik sinna kvenna í kvöld.

"Jájá, við eigum alveg okkar kafla í leiknum og allt svoleiðis, en auðvitað þegar maður tapar 4-1 og er hundfúll með byrjunina, þá er maður kannski meira að horfa á það sem var neikvætt og það sem maður gat lagað heldur endilega jákvæðu partana. En við getum þetta alveg, ég veit það alveg."

Þór/KA fer til Eyja og mætir ÍBV á mánudaginn. 

"Þið sjáið allavega betra Þór/KA lið, meira held ég að ég segi ekki," sagði Jón léttur að lokum.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan. 


Athugasemdir
banner
banner