Man Utd með Stiller og Gallagher á blaði - Liverpool með augu á Semenyo - Newcastle vill fá Anderson aftur
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
Óli stoltur af frammistöðunni: Það er búið að ganga mikið á
Valgeir: Svekkjandi að hann hafi klúðrað á þessum tímapunkti
Karólína: Erfitt að skilja við liðið eftir EM
Glódís um sterka byrjun Bayern - „Á góðu róli en alltaf hægt að gera betur“
Steini býst við agressívum andstæðingum: Mætum til að spila til sigurs
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
   mið 18. maí 2022 20:58
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Jón Stefán: Gat ekkert versnað eftir fyrsta hálftímann
Kvenaboltinn
Perry John James Mclachlan og Jón Stefán Jónsson, þjálfarar Þór/KA
Perry John James Mclachlan og Jón Stefán Jónsson, þjálfarar Þór/KA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Jón Stefán Jónsson, þjálfari Þór/KA var að vonum svekktur með 4-1 tap gegn Þrótti í kvöld. 

"Þetta voru mikil vonbrigði hvernig við komum til leiks og ég held að við sem þjálfum liðið verðum líka að taka það á okkur hvernig við byrjum leikinn. Það góða við þetta er að við getum klárlega gert miklu betur í næsta leik," sagði Jón strax eftir leik.

"Auðvitað komum við inn í hann og það gat ekkert versnað eftir fyrsta hálftímann, eigum alveg kafla og allt það. En þetta var ekkert í hættu hjá Þrótt og það eru vonbrigði því ég tel þessi lið vera nokkuð jöfn fyrirfram."


Lestu um leikinn: Þróttur R. 4 -  1 Þór/KA

Hulda Björg, Arna Eiríks og Vigdís Edda fóru allar meiddar af velli í dag, en einnig var liðið án Huldu Ósk sem meiddist í síðasta leik. Jón segir stöðuna á leikmannahópnum hafa verið betri.

"Sem betur fer held ég nú að þetta sé ekki stórvægilegt, þetta er líka spurning um að vera ekkert að pína þær í ákveðinni stöðu. Ég á ekki von á öðru en að Hulda og Arna verði allavega klárar á mánudaginn."

Jón segist geta fundið einhverja jákvæða punkta í leik sinna kvenna í kvöld.

"Jájá, við eigum alveg okkar kafla í leiknum og allt svoleiðis, en auðvitað þegar maður tapar 4-1 og er hundfúll með byrjunina, þá er maður kannski meira að horfa á það sem var neikvætt og það sem maður gat lagað heldur endilega jákvæðu partana. En við getum þetta alveg, ég veit það alveg."

Þór/KA fer til Eyja og mætir ÍBV á mánudaginn. 

"Þið sjáið allavega betra Þór/KA lið, meira held ég að ég segi ekki," sagði Jón léttur að lokum.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan. 


Athugasemdir
banner
banner