Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Maresca á blaði hjá City - Atletico hefur áhuga á Rashford
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
   mið 18. maí 2022 20:58
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Jón Stefán: Gat ekkert versnað eftir fyrsta hálftímann
Kvenaboltinn
Perry John James Mclachlan og Jón Stefán Jónsson, þjálfarar Þór/KA
Perry John James Mclachlan og Jón Stefán Jónsson, þjálfarar Þór/KA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Jón Stefán Jónsson, þjálfari Þór/KA var að vonum svekktur með 4-1 tap gegn Þrótti í kvöld. 

"Þetta voru mikil vonbrigði hvernig við komum til leiks og ég held að við sem þjálfum liðið verðum líka að taka það á okkur hvernig við byrjum leikinn. Það góða við þetta er að við getum klárlega gert miklu betur í næsta leik," sagði Jón strax eftir leik.

"Auðvitað komum við inn í hann og það gat ekkert versnað eftir fyrsta hálftímann, eigum alveg kafla og allt það. En þetta var ekkert í hættu hjá Þrótt og það eru vonbrigði því ég tel þessi lið vera nokkuð jöfn fyrirfram."


Lestu um leikinn: Þróttur R. 4 -  1 Þór/KA

Hulda Björg, Arna Eiríks og Vigdís Edda fóru allar meiddar af velli í dag, en einnig var liðið án Huldu Ósk sem meiddist í síðasta leik. Jón segir stöðuna á leikmannahópnum hafa verið betri.

"Sem betur fer held ég nú að þetta sé ekki stórvægilegt, þetta er líka spurning um að vera ekkert að pína þær í ákveðinni stöðu. Ég á ekki von á öðru en að Hulda og Arna verði allavega klárar á mánudaginn."

Jón segist geta fundið einhverja jákvæða punkta í leik sinna kvenna í kvöld.

"Jájá, við eigum alveg okkar kafla í leiknum og allt svoleiðis, en auðvitað þegar maður tapar 4-1 og er hundfúll með byrjunina, þá er maður kannski meira að horfa á það sem var neikvætt og það sem maður gat lagað heldur endilega jákvæðu partana. En við getum þetta alveg, ég veit það alveg."

Þór/KA fer til Eyja og mætir ÍBV á mánudaginn. 

"Þið sjáið allavega betra Þór/KA lið, meira held ég að ég segi ekki," sagði Jón léttur að lokum.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan. 


Athugasemdir
banner