Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
banner
   mið 18. maí 2022 20:58
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Jón Stefán: Gat ekkert versnað eftir fyrsta hálftímann
Perry John James Mclachlan og Jón Stefán Jónsson, þjálfarar Þór/KA
Perry John James Mclachlan og Jón Stefán Jónsson, þjálfarar Þór/KA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Jón Stefán Jónsson, þjálfari Þór/KA var að vonum svekktur með 4-1 tap gegn Þrótti í kvöld. 

"Þetta voru mikil vonbrigði hvernig við komum til leiks og ég held að við sem þjálfum liðið verðum líka að taka það á okkur hvernig við byrjum leikinn. Það góða við þetta er að við getum klárlega gert miklu betur í næsta leik," sagði Jón strax eftir leik.

"Auðvitað komum við inn í hann og það gat ekkert versnað eftir fyrsta hálftímann, eigum alveg kafla og allt það. En þetta var ekkert í hættu hjá Þrótt og það eru vonbrigði því ég tel þessi lið vera nokkuð jöfn fyrirfram."


Lestu um leikinn: Þróttur R. 4 -  1 Þór/KA

Hulda Björg, Arna Eiríks og Vigdís Edda fóru allar meiddar af velli í dag, en einnig var liðið án Huldu Ósk sem meiddist í síðasta leik. Jón segir stöðuna á leikmannahópnum hafa verið betri.

"Sem betur fer held ég nú að þetta sé ekki stórvægilegt, þetta er líka spurning um að vera ekkert að pína þær í ákveðinni stöðu. Ég á ekki von á öðru en að Hulda og Arna verði allavega klárar á mánudaginn."

Jón segist geta fundið einhverja jákvæða punkta í leik sinna kvenna í kvöld.

"Jájá, við eigum alveg okkar kafla í leiknum og allt svoleiðis, en auðvitað þegar maður tapar 4-1 og er hundfúll með byrjunina, þá er maður kannski meira að horfa á það sem var neikvætt og það sem maður gat lagað heldur endilega jákvæðu partana. En við getum þetta alveg, ég veit það alveg."

Þór/KA fer til Eyja og mætir ÍBV á mánudaginn. 

"Þið sjáið allavega betra Þór/KA lið, meira held ég að ég segi ekki," sagði Jón léttur að lokum.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan. 


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner