Lewandowski, Anderson og Endrick orðaðir við Man Utd - Semenyo til Liverpool í janúar? - Barcelona skuldar - Toney til Tottenham?
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
   þri 18. júní 2024 22:12
Stefán Marteinn Ólafsson
Jökull: Hann tók þetta í sínar eigin hendur
Jökull I. Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar
Jökull I. Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Stjarnan tóku á móti FH á Samsungvellium í Garðabæ þegar 10.umferð Bestu deildar karla hóf göngu sína í kvöld.

Bæði Þessi lið vonuðust til þess að komast aftur á sigurbraut eftir misgott gengi síðustu umferðir og voru það Stjörnumenn sem höfðu betur í kvöld.


Lestu um leikinn: Stjarnan 4 -  2 FH

„Þetta var frammistaða sem var bara bökk. Grjóthörð og við vorum aggesívir og við vissum að þeir yrðu aggressívir og þetta var svolítið fastur leikur hjá báðum liðum."  Sagði Jökull I. Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar eftir sigurinn í kvöld.

„Mér fannst við gera bara mjög vel og mér fannst við mjög öflugir og ég var mjög ánægður með liðið að öllu leyti nema þessum tveimur mörkum sem að við fengum á okkur sem við vorum mjög ósáttir við en við lögum það fyrir næsta leik." 

Jökull hrósaði dómara leiksins fyrir virkilega vel dæmdan leik.

„Ég hafði svolítið gaman af dómgæslunni. Mér fannst hún góð. Það er ekki oft sem að dómari nær að halda línu alveg í gegnum leikinn þegar hann leyfir mikið. Yfirleitt stoppar hann á einhverjum tímapunkti og breytir línunni, mikið hrós til þeirra." 

Óli Valur skoraði frábært mark í leiknum til þess að koma Stjörnunni yfir og var Jökull ánægður með sinn mann. 

„Hann var búin að vera góður í þessum leik og búin að hóta þessu í einhver skipti áður, tvö, þrjú skipti í seinni hálfleik og það var búið að vanta aðeins að nýta stöðuna betur hérna hægra meginn og hreyfa boltann aðeins hraðar. Það var aðeins búið að vanta hlaup í kringum hann en þá tók hann þetta aðeins í sínar hendur í þetta skipti og gerði það bara vel." 

Nánar er rætt við Jökul I. Elísabetarson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner