Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   þri 18. júní 2024 22:12
Stefán Marteinn Ólafsson
Jökull: Hann tók þetta í sínar eigin hendur
Jökull I. Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar
Jökull I. Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Stjarnan tóku á móti FH á Samsungvellium í Garðabæ þegar 10.umferð Bestu deildar karla hóf göngu sína í kvöld.

Bæði Þessi lið vonuðust til þess að komast aftur á sigurbraut eftir misgott gengi síðustu umferðir og voru það Stjörnumenn sem höfðu betur í kvöld.


Lestu um leikinn: Stjarnan 4 -  2 FH

„Þetta var frammistaða sem var bara bökk. Grjóthörð og við vorum aggesívir og við vissum að þeir yrðu aggressívir og þetta var svolítið fastur leikur hjá báðum liðum."  Sagði Jökull I. Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar eftir sigurinn í kvöld.

„Mér fannst við gera bara mjög vel og mér fannst við mjög öflugir og ég var mjög ánægður með liðið að öllu leyti nema þessum tveimur mörkum sem að við fengum á okkur sem við vorum mjög ósáttir við en við lögum það fyrir næsta leik." 

Jökull hrósaði dómara leiksins fyrir virkilega vel dæmdan leik.

„Ég hafði svolítið gaman af dómgæslunni. Mér fannst hún góð. Það er ekki oft sem að dómari nær að halda línu alveg í gegnum leikinn þegar hann leyfir mikið. Yfirleitt stoppar hann á einhverjum tímapunkti og breytir línunni, mikið hrós til þeirra." 

Óli Valur skoraði frábært mark í leiknum til þess að koma Stjörnunni yfir og var Jökull ánægður með sinn mann. 

„Hann var búin að vera góður í þessum leik og búin að hóta þessu í einhver skipti áður, tvö, þrjú skipti í seinni hálfleik og það var búið að vanta aðeins að nýta stöðuna betur hérna hægra meginn og hreyfa boltann aðeins hraðar. Það var aðeins búið að vanta hlaup í kringum hann en þá tók hann þetta aðeins í sínar hendur í þetta skipti og gerði það bara vel." 

Nánar er rætt við Jökul I. Elísabetarson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner