Ramos orðaður við Man Utd - West Ham fylgist með Brassa - Sunderland vill Guendouzi
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
   þri 18. júní 2024 22:12
Stefán Marteinn Ólafsson
Jökull: Hann tók þetta í sínar eigin hendur
Jökull I. Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar
Jökull I. Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Stjarnan tóku á móti FH á Samsungvellium í Garðabæ þegar 10.umferð Bestu deildar karla hóf göngu sína í kvöld.

Bæði Þessi lið vonuðust til þess að komast aftur á sigurbraut eftir misgott gengi síðustu umferðir og voru það Stjörnumenn sem höfðu betur í kvöld.


Lestu um leikinn: Stjarnan 4 -  2 FH

„Þetta var frammistaða sem var bara bökk. Grjóthörð og við vorum aggesívir og við vissum að þeir yrðu aggressívir og þetta var svolítið fastur leikur hjá báðum liðum."  Sagði Jökull I. Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar eftir sigurinn í kvöld.

„Mér fannst við gera bara mjög vel og mér fannst við mjög öflugir og ég var mjög ánægður með liðið að öllu leyti nema þessum tveimur mörkum sem að við fengum á okkur sem við vorum mjög ósáttir við en við lögum það fyrir næsta leik." 

Jökull hrósaði dómara leiksins fyrir virkilega vel dæmdan leik.

„Ég hafði svolítið gaman af dómgæslunni. Mér fannst hún góð. Það er ekki oft sem að dómari nær að halda línu alveg í gegnum leikinn þegar hann leyfir mikið. Yfirleitt stoppar hann á einhverjum tímapunkti og breytir línunni, mikið hrós til þeirra." 

Óli Valur skoraði frábært mark í leiknum til þess að koma Stjörnunni yfir og var Jökull ánægður með sinn mann. 

„Hann var búin að vera góður í þessum leik og búin að hóta þessu í einhver skipti áður, tvö, þrjú skipti í seinni hálfleik og það var búið að vanta aðeins að nýta stöðuna betur hérna hægra meginn og hreyfa boltann aðeins hraðar. Það var aðeins búið að vanta hlaup í kringum hann en þá tók hann þetta aðeins í sínar hendur í þetta skipti og gerði það bara vel." 

Nánar er rætt við Jökul I. Elísabetarson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner