Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   þri 18. júní 2024 22:12
Stefán Marteinn Ólafsson
Jökull: Hann tók þetta í sínar eigin hendur
Jökull I. Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar
Jökull I. Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Stjarnan tóku á móti FH á Samsungvellium í Garðabæ þegar 10.umferð Bestu deildar karla hóf göngu sína í kvöld.

Bæði Þessi lið vonuðust til þess að komast aftur á sigurbraut eftir misgott gengi síðustu umferðir og voru það Stjörnumenn sem höfðu betur í kvöld.


Lestu um leikinn: Stjarnan 4 -  2 FH

„Þetta var frammistaða sem var bara bökk. Grjóthörð og við vorum aggesívir og við vissum að þeir yrðu aggressívir og þetta var svolítið fastur leikur hjá báðum liðum."  Sagði Jökull I. Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar eftir sigurinn í kvöld.

„Mér fannst við gera bara mjög vel og mér fannst við mjög öflugir og ég var mjög ánægður með liðið að öllu leyti nema þessum tveimur mörkum sem að við fengum á okkur sem við vorum mjög ósáttir við en við lögum það fyrir næsta leik." 

Jökull hrósaði dómara leiksins fyrir virkilega vel dæmdan leik.

„Ég hafði svolítið gaman af dómgæslunni. Mér fannst hún góð. Það er ekki oft sem að dómari nær að halda línu alveg í gegnum leikinn þegar hann leyfir mikið. Yfirleitt stoppar hann á einhverjum tímapunkti og breytir línunni, mikið hrós til þeirra." 

Óli Valur skoraði frábært mark í leiknum til þess að koma Stjörnunni yfir og var Jökull ánægður með sinn mann. 

„Hann var búin að vera góður í þessum leik og búin að hóta þessu í einhver skipti áður, tvö, þrjú skipti í seinni hálfleik og það var búið að vanta aðeins að nýta stöðuna betur hérna hægra meginn og hreyfa boltann aðeins hraðar. Það var aðeins búið að vanta hlaup í kringum hann en þá tók hann þetta aðeins í sínar hendur í þetta skipti og gerði það bara vel." 

Nánar er rætt við Jökul I. Elísabetarson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner