Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
Árni Freyr: Mér fannst við miklu betri
Kyle McLagan: Færð nýja sýn á fótbolta eftir heilt ár frá
Chris Brazell: Allir geta unnið alla
Jökull: Hlustum sem minnst á umræðuna
Brynjar Björn: Svekkjandi að ná ekki að halda út
Haraldur: Seinni hálfleikurinn var okkar eign
Rúnar: Vildum ekki vera í þessum Hawaii fótbolta
Gummi Kri: Náðu að henda sér helvíti mikið á skotin okkar á síðustu stundu
Aukaæfingin að skila sér hjá Dóra: Við þrír erum bestu vinir
Úlfur: Búnir að laga það sem við þurftum að laga frá því í fyrra
„Trúi ekki á grýlur en það er eitthvað helvíti sem er að trufla okkur"
Gunnar Heiðar: Það þurfti mikla þolinmæði
Dragan: Eigum ekki að fá á okkur svona mark en svona er fótboltinn
Jóhann Kristinn: Nú má Sandra fara að vara sig
Selma: Ætluðum að mæta tvíefldar til leiks
Sandra María: Gaman að fá ný nöfn í þetta
Egill Orri skoðar skóla í Danmörku - „Ætla gera mitt besta hjá Þór þangað til"
Ætlaði allt um koll að keyra á Akureyri - „Stuðningsmennirnir alveg geggjaðir"
„Búinn að breytast í Usain Bolt ef hann er að fara ná boltanum"
Arna Eiríks: Mig langaði eiginlega bara að fara gráta
   mið 18. júlí 2018 21:13
Elvar Geir Magnússon
Arnar Sveinn fer yfir vítin: Ég bara skil þetta ekki
Arnar Sveinn í baráttunni í leiknum í kvöld.
Arnar Sveinn í baráttunni í leiknum í kvöld.
Mynd: Richard Sagen/Adresseavisen
Mynd: Richard Sagen/Adresseavisen
„Það er erfitt að taka þessu, maður er að spila í Meistaradeild Evrópu og býst við einhverju betra en þetta og þá er ég að tala um fyrir bæði lið," sagði Arnar Sveinn Geirsson við Fótbolta.net í kvöld eftir 3-1 tap gegn Rosenborg í Meistaradeildinni en það sauð á Arnari yfir dómgæslunni í leiknum.

Lestu um leikinn: Rosenborg 3 -  1 Valur

Valur fékk á sig tvö undarleg víti í leiknum og Rosenborg það þriðja en öll voru vægast sagt slæmur dómur.

„Það eru þrjú víti í dag sem eru ótrúleg," sagði Arnar Sveinn. „Hann fer í hendina á mér, það er engin spurning, en að hann geti dæmt hendi á það. Ég veit ekki hvað ég á að gera, ég veit ekki hvað Haukur Páll á að gera við hendina á sér og ég veit ekki hvað Rosenborgarleikmaðurinn á að gera við hausinn á sér? Ég bara skil þetta ekki."

„Maður verður smá tíma að meðtaka þetta. Þetta er erfitt, þetta er svekkjandi og ósanngjarnt."


Staðan var markalaus í hálfleik en seinni hálfleiknum fór dómarinn að taka til sinna ráða. Arnar Sveinn fór yfir það sem gerðist.

„Þeir fá fyrsta vítið, sem er ekki víti. Það breytir leiknum úr 0-0 sem var það sem við ætluðum að gera. Þeir skora og komast 1-0 yfir," sagði hann.

„Eftir það breytist leikurinn og þeir fá meira sjálfstraust. Þeir komast í 2-0 en við höldum trúnni eftir það og fáum víti sem við áttum ekki að fá, 2-1. Við höldum svo leikinn út þar til hann ákveður að dæma víti."

„Hann meira að segja byrjar á að hrissta hausinn og neita því að það sé víti, þegar Rosenborg leikmennirnir þyrpast af honum breytir hann."


Viðtalið má sjá í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner