Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   mið 18. júlí 2018 21:13
Elvar Geir Magnússon
Arnar Sveinn fer yfir vítin: Ég bara skil þetta ekki
watermark Arnar Sveinn í baráttunni í leiknum í kvöld.
Arnar Sveinn í baráttunni í leiknum í kvöld.
Mynd: Richard Sagen/Adresseavisen
watermark
Mynd: Richard Sagen/Adresseavisen
„Það er erfitt að taka þessu, maður er að spila í Meistaradeild Evrópu og býst við einhverju betra en þetta og þá er ég að tala um fyrir bæði lið," sagði Arnar Sveinn Geirsson við Fótbolta.net í kvöld eftir 3-1 tap gegn Rosenborg í Meistaradeildinni en það sauð á Arnari yfir dómgæslunni í leiknum.

Lestu um leikinn: Rosenborg 3 -  1 Valur

Valur fékk á sig tvö undarleg víti í leiknum og Rosenborg það þriðja en öll voru vægast sagt slæmur dómur.

„Það eru þrjú víti í dag sem eru ótrúleg," sagði Arnar Sveinn. „Hann fer í hendina á mér, það er engin spurning, en að hann geti dæmt hendi á það. Ég veit ekki hvað ég á að gera, ég veit ekki hvað Haukur Páll á að gera við hendina á sér og ég veit ekki hvað Rosenborgarleikmaðurinn á að gera við hausinn á sér? Ég bara skil þetta ekki."

„Maður verður smá tíma að meðtaka þetta. Þetta er erfitt, þetta er svekkjandi og ósanngjarnt."


Staðan var markalaus í hálfleik en seinni hálfleiknum fór dómarinn að taka til sinna ráða. Arnar Sveinn fór yfir það sem gerðist.

„Þeir fá fyrsta vítið, sem er ekki víti. Það breytir leiknum úr 0-0 sem var það sem við ætluðum að gera. Þeir skora og komast 1-0 yfir," sagði hann.

„Eftir það breytist leikurinn og þeir fá meira sjálfstraust. Þeir komast í 2-0 en við höldum trúnni eftir það og fáum víti sem við áttum ekki að fá, 2-1. Við höldum svo leikinn út þar til hann ákveður að dæma víti."

„Hann meira að segja byrjar á að hrissta hausinn og neita því að það sé víti, þegar Rosenborg leikmennirnir þyrpast af honum breytir hann."


Viðtalið má sjá í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir
banner