Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   sun 18. ágúst 2019 13:30
Brynjar Ingi Erluson
Ashley Williams á leið til Bristol City?
Ashley Williams gæti verið á leið í ensku B-deildina
Ashley Williams gæti verið á leið í ensku B-deildina
Mynd: Getty Images
Velski varnarmaðurinn Ashley Williams er nálægt því að ganga í raðir enska B-deildarfélagsins Bristol City en enskir fjölmiðlar greina frá þessu í dag.

Williams, sem verður 35 ára gamall á næstu dögum, er án félags eftir að samningur hans við Everton rann út í sumar en hann er með mörg tilboð í höndunum.

Hann fékk boð um að spila í MLS-deildinni og Tyrklandi en hefur hafnað því og vill leikmaðurinn halda áfram að spila á Englandi en enska B-deildarfélagið Bristol City leiðir kapphlaupið.

Talið er að Williams komi til með að gera eins árs samning við Bristol City en Cardiff City og Reading hafa einnig áhuga. Bristol City sárvantar miðvörð eftir að félagið seldi Adam Webster til Brighton á 22 milljónir punda á dögunum.

Þá er búist við því að Ryan Giggs, þjálfari velska landsliðsins, velji Williams í hópinn fyrir leikinn gegn Aserbaijdsan í undankeppni Evrópumótsins.
Athugasemdir
banner
banner