Fær ekki að fara fyrr en Salah snýr aftur - Vill fara frá Tottenham - Juventus orðað við marga - Guehi til Þýskalands?
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   sun 18. ágúst 2024 23:11
Elíza Gígja Ómarsdóttir
Rúnar Páll: það var ekki heppilegt að mynda sig í KR treyjunni
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Kom á góðum tíma þessi fyrsti sigur og ótrúlega mikilvægur leikur, sennilega mikilvægasti leikurinn í sumar, ég er mjög ánægður og stoltur af drengjunum. Geggjaður karakter og alvöru liðsheild sem skóp þennan sigur“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, eftir 0-2 sigur Fylkis í Kórnum í dag, þeirra fyrsti útisigur í sumar. 


Lestu um leikinn: HK 0 -  2 Fylkir

„Við erum ekkert í mínus, við erum enn þá með ágætis hóp. Þrátt fyrir að hafa kannski ekki fengið leikmann sem við vildum fá þá er það bara eins og það er það er oft erfitt. Ég er bara hrikalega ánægður með þennan karakter, það styrkir líka hópinn okkar það koma alltaf nýjir og ferskir menn inn og standa sig, Teddi og Númi í síðasta leik og síðan kemur Stefán inn og Daði kom inn, spilaði stórt hlutverk í lokinn hérna fyrir okkur eftir erfið meiðsli. Það er bara ótrúlega mikilvægt fyrir liðið okkar að þessir strákar og allt liðið er að tikka í sömu átt“ hélt hann svo áfram. 

Mikið var rætt og ritað um félagsskipti Matthias Præst en hann mun yfirgefa Fylki eftir tímabilið og ganga í raðir KR. Præst var myndaður í KR treyjunni sem fór öfugt ofan í stuðningsmenn Fylkis. Aðspurður hver hans skoðun er á því segir Rúnar: 

„Hann var nú kannski plataður til þess en hann sér eftir því drengurinn og við bara stöndum með honum. Þetta er okkar leikmaður og hluti af öflugri liðsheild, hvað hann gerir síðan eftir tímabilið þegar samningurinn hans rennur út er ekki okkar mál. Var það heppilegt eða ekki, það var ekki heppilegt að mynda sig í KR treyjunni, við erum öll sammála um það. Það er búið og við styðjum Matthias, hann er öflugur leikmaður okkar, fram í nóvember.“

Nánar er rætt við Rúnar í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner