Liverpool hefur áhuga á Gomes - Yamal fær nýjan samning - Sean Dyche íhugar markvarðarbreytingu
Arnar: Okkur hefur gengið vel að viðhalda hungrinu
Daði: Ólýsanleg tilfinning
Rúnar: Ekki það skemmtilegasta í heimi að tapa 6-0
Óskar Hrafn: Eins og klippt út úr Klaufabárðunum
Jökull: Grimmir og uppskárum eitt mark
Höskuldur: Þetta hafa alltaf bara verið eins og bikarúrslitaleikir
Ómar: Ógeðslega pirrandi að skora þrjú mörk og það dugi ekki einusinni til stigs
Dóri Árna: Rembingurinn við að búa til þennan úrslitaleik er rosalega mikill
Davíð Smári: Hellingur að byggja á en staðan er alvarleg
Rúnar Kristins: Ekki víti, 100%
„Kannski ástæðan fyrir því að við erum ekki í topp sex“
Rúnar Már: Náði loksins að æfa í tvær vikur án þess að vera á hækjum á milli
Heimir: Þarf ekki að vera að berja niður klefa
Óli Valur: Bullandi séns á Evrópu
Deano: Við erum mjög stolt af þessu
Haddi: Við áttum alls ekki skilið að tapa
Haraldur Freyr: Ef við hefðum breytt einu jafntefli í sigur að þá hefðum við unnið deildina
Úlfur: Stráir salti í sárin
Oliver Heiðars: Ég ætlaði mér að verða markahæstur
Ólafur Hrannar: Strákarnir sýndu heldur betur karakter
   sun 18. ágúst 2024 23:11
Elíza Gígja Ómarsdóttir
Rúnar Páll: það var ekki heppilegt að mynda sig í KR treyjunni
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Kom á góðum tíma þessi fyrsti sigur og ótrúlega mikilvægur leikur, sennilega mikilvægasti leikurinn í sumar, ég er mjög ánægður og stoltur af drengjunum. Geggjaður karakter og alvöru liðsheild sem skóp þennan sigur“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, eftir 0-2 sigur Fylkis í Kórnum í dag, þeirra fyrsti útisigur í sumar. 


Lestu um leikinn: HK 0 -  2 Fylkir

„Við erum ekkert í mínus, við erum enn þá með ágætis hóp. Þrátt fyrir að hafa kannski ekki fengið leikmann sem við vildum fá þá er það bara eins og það er það er oft erfitt. Ég er bara hrikalega ánægður með þennan karakter, það styrkir líka hópinn okkar það koma alltaf nýjir og ferskir menn inn og standa sig, Teddi og Númi í síðasta leik og síðan kemur Stefán inn og Daði kom inn, spilaði stórt hlutverk í lokinn hérna fyrir okkur eftir erfið meiðsli. Það er bara ótrúlega mikilvægt fyrir liðið okkar að þessir strákar og allt liðið er að tikka í sömu átt“ hélt hann svo áfram. 

Mikið var rætt og ritað um félagsskipti Matthias Præst en hann mun yfirgefa Fylki eftir tímabilið og ganga í raðir KR. Præst var myndaður í KR treyjunni sem fór öfugt ofan í stuðningsmenn Fylkis. Aðspurður hver hans skoðun er á því segir Rúnar: 

„Hann var nú kannski plataður til þess en hann sér eftir því drengurinn og við bara stöndum með honum. Þetta er okkar leikmaður og hluti af öflugri liðsheild, hvað hann gerir síðan eftir tímabilið þegar samningurinn hans rennur út er ekki okkar mál. Var það heppilegt eða ekki, það var ekki heppilegt að mynda sig í KR treyjunni, við erum öll sammála um það. Það er búið og við styðjum Matthias, hann er öflugur leikmaður okkar, fram í nóvember.“

Nánar er rætt við Rúnar í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner