Arsenal býður fimm ára samning - Liverpool reyndi skiptidíl - Bernardo Silva til Benfica - Olise á blaði Liverpool
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
Óli Kristjáns: Get ekki tekið undir það að dómgæslan hafi verið slök
Ómar Björn: Greinilega alltaf gíraðir gegn Blikunum
Lárus Orri: Sagði við mig eftir leik að þetta væri auðveld staða
Dóri Árna: Meiri trú og ástríða í augum Skagamanna
„Þú veist að það er bara einn Siggi Hall"
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
banner
   mið 18. september 2019 19:36
Sverrir Örn Einarsson
Ian Jeffs: Leit skelfilega út fyrir okkur
Ian Jeffs þjálfari ÍBV
Ian Jeffs þjálfari ÍBV
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var vægast sagt markaveisla í Kaplakrika í dag þegar ÍBV fór í heimsókn til FH í Pepsi Max deildinni. Hvorki fleiri né færri en 10 mörk litu dagsins ljós í 6-4 sigri FH en staðan var 4-1 í hálfleik fyrir FH sem komst svo í 6-1 eftir klukkustundar leik. Þá hrukku Eyjamenn í gang og klóruðu í bakkann og lokatölur 6-4 eins og áður sagði.

Lestu um leikinn: FH 6 -  4 ÍBV

„10 marka leikur. Þetta leit út eftir 55-60 mínútur eins og við myndum tapa 10-1, leit skelfilega út fyrir okkur en hrós bara á liðið fyrir að sýna sterkan karakter og klárað leikinn vel og skorað þrjú mörk í seinni hálfleik og hleypa smá spennu í leikinn.“

Sagði Ian Jeffs annar þjálfara ÍBV eftir þennan skrautlega fótboltaleik.

Eyjamenn standa í þjálfaraleit fyrir næsta tímabil. Ian Jeffs hefur áður gefið það út að hann sjái ekki fyrir sér að halda áfram með liðið að tímabili loknu. En er það alveg öruggt að hann haldi ekki áfram sem þjálfari eða partur af teyminu?

„Ég verð ekki áfram með liðið. Ég er búinn að segja það tvisvar eða þrisvar. En ég get ekki svarað því hvort ég verði áfram í teyminu eða ekki en það er eitthvað sem mun bara koma í ljós á næstu dögum eða vikum.“

Sagði Ian Jeffs að lokum en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner