Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   sun 18. október 2020 14:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stuðningsmenn Newcastle söfnuðu 2,9 milljónum fyrir matarbanka
Leikur Newcastle og Manchester United í gærkvöldi var sýndur í 'pay-per-view' á Bretlandi.

Nýlega var sjónvarspfyrirkomulaginu breytt á Bretlandi og fóru nokkrir leikir í ensku úrvalsdeildinni í 'pay-per-view' þar sem borgað er sérstaklega fyrir staka leiki.

'Pay-per-view' leikir kosta 14,95 pund hver, eða tæpar 2700 íslenskar krónur.

Newcastle stuðningsmenn ákváðu margir hverjir að sleppa því að horfa á leikinn og gefa þess í stað pening í matarbanka. Matarbanki sem stuðningsmenn Newcastle standa fyrir safnaði 16 þúsund pundum, að andvirði tæplega 2,9 milljónum íslenskra króna, í mótmælaskyni að fótboltaleikir séu sýndir svona dýrt.

Síminn Sport er með réttinn á ensku úrvalsdeildinni hér á landi og eru allir leikir áfram sýndir þar.

Manchester United hafði betur í leiknum í gær 4-1.


Athugasemdir
banner
banner