Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mið 18. nóvember 2020 18:22
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
U21: Ítalía vann Svíþjóð - Allt útlit fyrir að íslenska liðið fari í lokakeppnina
Íslensku marki fagnað á Írlandi.
Íslensku marki fagnað á Írlandi.
Mynd: Getty Images
Ítalía 4 - 1 Svíþjóð

Ítalska U21 árs landsliðið gerði það sem Ísland óskaði! Liðið vann það sænska 4-1 í lokaleik riðils 1 í undankeppni fyrir EM sem fram fer á næsta ári.

Allar líkur eru því á því að Ísland verði meðal þátttökuþjóða er lokamótið fer fram. Ísland er um þessar mundir í þriðja sæti riðilsins með stigi minna en Írland. Ísland hefur þó leikið einum leik færra. Leik liðsins gegn Armeníu, sem átti að fara fram í þessum landsleikjaglugga, var aflýst og óljóst hvort hann fari fram. Miklar líkur eru á því að Armenía verði dæmt úr keppni sem myndi koma Íslandi í lokakeppnina.

Ef íslenska mun mæta Armeníu verður sigur að vinnast, liðið þarf þrjú stig til að verða eitt af fimm liðum með besta árangurinn í 2. sæti í undankeppninni. Jafntefli myndi nægja í 2. sætið í riðli 1 en það myndi ekki nægja til að vera í efstu fimm sætunum þegar öll liðin í 2. sæti eru sett saman.

Í leiknum, sem fram fór í Benevento í dag, komst Ítalía í 2-0 áður en Jesper Karlsson minnkaði muninn fyrir Svía. Ítalska liðið svaraði hins vegar marki Karlsson með tveimur mörkum og vann 4-1 sigur. Ítalska liðið var talsvert betra liðið á Stadio Ciro Vigorito í dag.


Athugasemdir
banner
banner