
Það hafa tekið sig upp meiðsli í spænska landsliðshópnum fyrir HM í Katar sem hefst um helgina.
Vinstri bakvörðurinn Jose Gaya spilar ekki með á mótinu vegna ökklameiðsla.
Vinstri bakvörðurinn Jose Gaya spilar ekki með á mótinu vegna ökklameiðsla.
Alejandro Balde, bakvörður Barcelona, kemur inn í hópinn í stað Gaya. Balde var sagt að koma til móts við hópinn þegar í ljós kom að Gaya gæti ekki tekið þátt.
Balde er 19 ára gamall bakvörður sem hefur leikið fyrir yngri landslið Spánar en aldrei fyrir A-landsliðið. Á þessari leiktíð hefur hann komið við sögu í 16 leikjum með Barcelona.
Spánn er í riðli með Þýskalandi, Japan og Kosta Ríka á HM í Katar.
Athugasemdir