Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 19. janúar 2021 11:30
Magnús Már Einarsson
Borgarfulltrúi vill þjóðarleikvanginn í Grafarvog
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi í Reykjavík, ritar pistil í Fréttablaðinu í dag þar sem hún kallar eftir því að skoðað verði að reisa nýjan þjóðarleikvang í Grafarvogi en ekki í Laugardalnum.

Lengi hefur verið kallað eftir nýjum og endurbættum Laugardalsvelli en Valgerður vill sjá nýjan leikvang í Grafarvogi.

„Það er öllum ljóst að það verður dýrt og erfitt að byggja á nú­verandi svæði. Laugar­dalurinn er gróinn og ára­langar stór­byggingar­fram­kvæmdir í ná­grenni við úti­vistar­svæði, skóla og sund­laug munu valda miklu raski," segir Valgerður meðal annars í pistli sínum.

„Við Egils­höll í Grafar­vogi og upp að Vestur­lands­vegi er mikið af ó­byggðu land­svæði og þar er hægt að fara strax í upp­byggingu á meðan að í Laugar­dalnum þarf að fara í kostnaðar­samt niður­rif áður en hægt er að byrja að byggja upp. Það er ekki of­mælt að byggingar­kostnaður gæti orðið 20% lægri við það að byggja á ó­snertu landi en í Laugar­dalnum."

„Nýr þjóðar­leik­vangur í knatt­spyrnu í Laugar­dal kallar líka á nýjan frjáls­í­þrótta­völl. Einnig myndi flutningur þjóðar­leik­vangs í knatt­spyrnu búa til aukið rými fyrir Þrótt og Ár­mann til að þróa sína að­stöðu til hags­bóta fyrir fjöl­skyldur í hverfinu."


Smelltu hér til að lesa pistilinn í heild
Athugasemdir
banner
banner