fös 19. febrúar 2021 18:30
Elvar Geir Magnússon
James Dale áfram með Víkingi Ólafsvík (Staðfest)
James Dale
James Dale
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ljóst er að Englendingurinn James Dale verður áfram með Víkingi Ólafsvík í Lengjudeildinni í sumar.

„Miðjumaðurinn James Dale hefur spilað með Víking Ó. frá árinu 2019 og staðið sig vel. Það er því mikið fagnaðarefni að hafa tryggt þjónustu hans í eitt ár til viðbótar," segir í tilkynningu Ólsara.

„Við bjóðum James velkominn heim til Ólafsvíkur!"

Dale er 27 ára gamall og lék 19 af 20 leikjum Víkings í Ólafsvík í Lengjudeildinni í fyrra, þegar liðið hafnaði í níunda sæti.

Hann er að fara inn í sitt fjórða tímabil hér á landi en 2018 spilaði hann fyrir Njarðvík.

Gunnar Einarsson tók við þjálfun Ólafsvíkurliðsins í vetur eftir að Guðjón Þórðarson lét af störfum.

James snýr aftur!

Víkingur Ó. og James Dale hafa náð samkomulagi um að James spili með liðinu í sumar.

Miðjumaðurinn...

Posted by Víkingur Ólafsvík on Föstudagur, 19. febrúar 2021

Athugasemdir
banner
banner
banner