Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 19. febrúar 2023 17:42
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Þakklæti efst í huga Azpilicueta - „Sjáumst fljótlega"
Mynd: EPA

Cesar Azpilicueta fyrirliði Chelsea hefur tjáð sig í fyrsta sinn eftir að hafa rotast í leik liðsins gegn Southampton í gær.


Sekou Mara leikmaður Southampton reyndi bakfallsspyrnu en það fór ekki betur en svo að hann sparkaði í höfuðið á Azpilicueta með ofangreindum afleiðingum.

„Hæ allir! Takk fyrir alla ástina og stuðnings skilaboðin. Ég og fjölskyldan mín viljum þakka öllum sem hafa séð um mig frá því í gær. Frá Læknateymi Chelsea, samherjum og andstæðingum til St Mary's og Cleveland spítala, starfsfólk og lækna. Mikið þakklæti til ykkar frá dýpstu hjartarótum. Nú er tími til að jafna sig og við sjáumst ljótlega á vellinum," skrifaði Azpilicueta á Twitter.

Það hefur gengið afar illa hjá Chelsea undir stjórn Graham Potter en liðið hefur verið að berjast við meiðsli.

Sjáðu atvikið:
Sjáðu atvikið: Rotaðist eftir misheppnaða bakfallsspyrnu Mara


Athugasemdir
banner
banner