Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 19. febrúar 2023 20:29
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Willum tekinn af velli í fyrri hálfleik í Íslendingaslagnum
Mynd: Go Ahead Eagles

Íslendingar voru í eldlínunni í Evrópuboltanum í dag.


Go Ahead Eagles og Twente mættust í Íslendingaslag en Willum Þór Willumsson var í byrjunarliði GA Eagles á meðan Alfons Sampsted byrjaði á bekknum hjá Twente.

Æskufélögunum tókst ekki að mætast inn á vellinum þar sem Willum þurfti að fara af velli eftir rúman hálftíma og Alfons kom inn á í upphafi síðari hálfleiks.

Willum hefur verið að kljást við meiðsli á hásin og fékk högg í leiknum og því engar áhættur teknar, það er búist við því að hann verði klár í næsta leik. Leiknum í dag lauk með 2-0 sigri Go Ahead Eagles. Liðið er í 12. sæti með 25 stig en Twente í 5. sæti með 40 stig.

Atli Barkarson var í byrjunarliði SönderjyskE sem gerði markalaust jafntefli gegn Naestved í næst efstu deildinni í Danmörku. Orri Steinn Óskarsson kom inn á sem varamaður í leiknum. Liðið er í 5. sæti með 28 stig eftir 18 leiki.

Jón Dagur Þorsteinsson lék 79. mínútur í 2-0 tapi Leuvern gegn Gent í belgísku deildinni. Albert Guðmundsson var tekinn af velli undir lok leiksins í 2-2 jafntefli Genoa gegn Modena í næst efstu deild á Ítalíu.


Athugasemdir
banner
banner