Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 19. mars 2019 15:40
Ívan Guðjón Baldursson
Zlatan skýtur á 92 árganginn: Þorðu ekki að tala án leyfis
Mynd: Getty Images
Zlatan Ibrahimovic gagnrýndi ákveðna leikmenn úr 92 árgangi Manchester United í viðtali við The Mirror.

Hann gagnrýndi þá leikmenn sem starfa í dag sem knattspyrnusérfræðingar í sjónvarpi og nýta tíma sinn þar í að gagnrýna Paul Pogba Man Utd.

„Þeir eru ekki þarna lengur. Núna eru þeir allan daginn í sjónvarpinu að kvarta og kveina því þeir eru ekki lengur partur af klúbbnum. Ef þú vilt vera partur af klúbbnum, sæktu þá um vinnu hjá klúbbnum," sagði Zlatan.

„Eins og með Pogba. Hann var hjá United þegar hann var ungur, yfirgaf félagið og kom svo aftur. Þeim þarna í vinahring Ferguson lýst ekkert á það því þeir voru allt sitt líf undir stjórn Ferguson og þeir yfirgáfu aldrei Ferguson.

„Þeir þorðu ekki einu sinni að tala nema þegar Ferguson sagði þeim að opna munninn. Núna gera þeir lítið annað en að tala en ég er ekki viss hvort Ferguson hafi gefið þeim leyfi."


Zlatan hélt áfram að ræða um Man Utd og talaði um að það gengi ekki að bera hvern einasta þjálfara saman við Sir Alex Ferguson.

„Allt sem gerist hjá félaginu er dæmt út frá tíma Ferguson. Þeir segja að svona myndi ekki gerast ef Ferguson væri þarna. Ferguson myndi gera þetta svona en ekki hinsegin. Allt snýst um Ferguson.

„Ferguson á sér stað í sögu þessa félags en nú er kominn tími til að horfa fram á við. Félagið þarf að finna sína eigin sjálfsmynd og það er erfitt."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner