Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
Dragan: Kjaftæði að fá á sig svona mark
Árni Freyr: Ég hefði örugglega verið pirraður að fá þetta rauða spjald á mig
Siggi talar um kraftaverk: Skrítnasta dómgæsla sem ég hef orðið vitni að
Chris Brazell: Ég kenni sjálfum mér um þetta
Magnús Már: Þetta er ógeðslega, ógeðslega pirrandi
Úlfur Arnar: Verður gaman að kaupa í matinn á morgun
Óli Hrannar: Flottur sigur sem við skópum í fyrri hálfleiknum
Sigurvin: Ömurlegt að tapa
John Andrews: Ég er himinlifandi
Kristján Guðmunds: Aðalmálið er að horfa á frammistöðuna
Frans: Kannski sanngjarnt miðað við seinni hálfleikinn
Gunnar Heiðar: Ég er stemmingsmaður
Halli Hróðmars: Hvernig við vörðumst fyrir framan markið var til fyrirmyndar
Donni: Við vorum með vitlaust leikplan
Elísa Lana: Boltinn þurfti að detta inn í dag
Jóhann Kristinn: Einn af þeim verri sem maður hefur upplifað
Pétur léttur eftir dramatískan sigur - „Ætla ekki að segja það"
Gunnar eftir sjöunda tapið í röð: Takk fyrir að minna mig á það
Óli Kristjáns: Við erum klárlega litla liðið
Nik: Fengum smá spark í rassinn þar sem var líklega það sem við þurftum
   mið 19. júní 2024 22:17
Haraldur Örn Haraldsson
Haddi: Ég er farinn að kannast við mitt KA lið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hallgrímur Jónasson þjálfari KA var ánægður með spilamennsku síns liðs þrátt fyrir að liðið hafi tapað 2-1 gegn Breiðablik á Kópavogsvelli í kvöld.


Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 KA

„Þetta var bara frábær frammistaða og gott framhald af Fram leiknum. Við vorum bara mjög góðir og áttum skilið að fá eitthvað að fara með heim. Við lendum undir á erfiðu marki, sem getur gerst. Við komum til baka og jöfnum, fáum svo dauðafæri til þess að komast í 2-1. Mér fannst við bara bregðast ótrúlega vel við. Ég er bara gríðarlega ánægður með liðið mitt, auðvitað er ég svekktur að fá ekkert með heim. En eins og allir sáu þá hefðum við getað fengið 1 jafnvel 3 stig. Eins og ég sagði við strákana inn í klefa, ég þarf þetta í hverri einustu viku. Ef það gerist þá erum við ótrúlega góðir og þá munu stigin fara að hrúgast inn."

Hallgrímur var ekki sammála því að tapið í dag hafi verið frústrerandi. Fréttamaður spurði hvort það verði ekki frústrerandi að ná í góðar frammistöður en stigin fylgja ekki með eins og hefur gerst oft í sumar.

„Nei (það er ekki frústrerandi) vegna þess að frammistaðan í dag var betri en hinar frammistöðurnar. Þó við áttum meira skilið úr leikjum þá fannst mér samt vanta aðeins hjá okkur. Á móti Fram og í dag, þetta er það KA lið sem ég þekki. Við eigum að líta svona út, við eigum að vera svona hungraðir, við eigum að berjast svona saman. Við erum frábærir varnarlega og við sköpum fullt af færum og eins og ég segi þá er ég farinn að kannast við mitt KA lið. Við munum halda þessu áfram, þá munu stigin koma inn. Við vitum að það er þetta sem þarf til, við erum neðstir í deildinni, við erum og verðum í botnbaráttu. Við þurfum bara að leggja þetta á okkur og þá munum við komast upp úr þessu."

Kári Gautason skoraði ansi neyðarlegt sjálfsmark í fyrri hálfleik en Hallgrímur var ánægður með hvernig hann svaraði því inn á vellinum.

„Ég sagði við hann að hann stóð sig bara frábærlega. Svona bara gerist, þetta er bara óheppni, það er bara spurning hvernig maður bregst við. Ég sagði bara því fyrr sem hægt er að gleyma þessu, því betri verður þú í seinni hálfleik, og hann stóð sig bara vel, stóð sig frábærlega. Þetta er svona slysalegt mark sem getur komið fyrir hvern sem er, en hann sýndi karakter og hélt áfram. Hann er búinn að standa sig virkilega vel þannig að það er ekkert meira um það að segja. Þetta er bara óheppni og áfram gakk."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner