Everton ætlar að fá Chukwueze - Man Utd reynir að sannfæra Davies - Arsenal gæti fengið Vlahovic á góðu verði
Brynjar Björn: Ég hætti hérna eftir tímabilið
Óskar Hrafn: Fótbolti er núvitund
Þorsteinn Aron: Þriðja sigurmarkið á þessu tímabili
Rúnar ósáttur við ákvörðun HK: Við reynum að vera heiðarlegir
Ómar: Ekki okkar að kasta honum til þeirra á svona augnabliki
Mathias Præst: Ein mynd skiptir ekki öllu máli
Jökull: Nánast bara eitt lið á vellinum
Dóri Árna: Hvað er í gangi hérna?
Höskuldur um komandi úrslitaleik: Ánægður að við þurfum að sækja sigur
Elfar Árni: Tækifærin verið of fá fyrir minn smekk
Davíð Smári: Létum þá líta út eins og Barcelona árið 2009
Skilur ekki á hvað var dæmt - „Þetta átti að vera mark“
Tufa: Alvöru sigurvegarar standa upp þegar þeir eru kýldir í magann
Segir að Viðar hafi verið í banni - Einungis fengið eitt spjald
Djuric: Ótrúlegasta sem ég hef spilað í
Heimir: Ekkert sérstakt að eiga met sem verður aldrei slegið í því að vera lélegur
Arnar orðlaus: Eiginlega ekki hægt að segja neitt
Sindri Kristinn: Hann setur hann yfirleitt í vinkilinn þannig ég ætlaði að láta mig flakka þar
Jón Þór brjálaður: Er verið að gera grín að okkur?
Gylfi Þór: Það gæti orðið minn síðasti leikur
banner
   mið 19. júní 2024 22:17
Haraldur Örn Haraldsson
Haddi: Ég er farinn að kannast við mitt KA lið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hallgrímur Jónasson þjálfari KA var ánægður með spilamennsku síns liðs þrátt fyrir að liðið hafi tapað 2-1 gegn Breiðablik á Kópavogsvelli í kvöld.


Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 KA

„Þetta var bara frábær frammistaða og gott framhald af Fram leiknum. Við vorum bara mjög góðir og áttum skilið að fá eitthvað að fara með heim. Við lendum undir á erfiðu marki, sem getur gerst. Við komum til baka og jöfnum, fáum svo dauðafæri til þess að komast í 2-1. Mér fannst við bara bregðast ótrúlega vel við. Ég er bara gríðarlega ánægður með liðið mitt, auðvitað er ég svekktur að fá ekkert með heim. En eins og allir sáu þá hefðum við getað fengið 1 jafnvel 3 stig. Eins og ég sagði við strákana inn í klefa, ég þarf þetta í hverri einustu viku. Ef það gerist þá erum við ótrúlega góðir og þá munu stigin fara að hrúgast inn."

Hallgrímur var ekki sammála því að tapið í dag hafi verið frústrerandi. Fréttamaður spurði hvort það verði ekki frústrerandi að ná í góðar frammistöður en stigin fylgja ekki með eins og hefur gerst oft í sumar.

„Nei (það er ekki frústrerandi) vegna þess að frammistaðan í dag var betri en hinar frammistöðurnar. Þó við áttum meira skilið úr leikjum þá fannst mér samt vanta aðeins hjá okkur. Á móti Fram og í dag, þetta er það KA lið sem ég þekki. Við eigum að líta svona út, við eigum að vera svona hungraðir, við eigum að berjast svona saman. Við erum frábærir varnarlega og við sköpum fullt af færum og eins og ég segi þá er ég farinn að kannast við mitt KA lið. Við munum halda þessu áfram, þá munu stigin koma inn. Við vitum að það er þetta sem þarf til, við erum neðstir í deildinni, við erum og verðum í botnbaráttu. Við þurfum bara að leggja þetta á okkur og þá munum við komast upp úr þessu."

Kári Gautason skoraði ansi neyðarlegt sjálfsmark í fyrri hálfleik en Hallgrímur var ánægður með hvernig hann svaraði því inn á vellinum.

„Ég sagði við hann að hann stóð sig bara frábærlega. Svona bara gerist, þetta er bara óheppni, það er bara spurning hvernig maður bregst við. Ég sagði bara því fyrr sem hægt er að gleyma þessu, því betri verður þú í seinni hálfleik, og hann stóð sig bara vel, stóð sig frábærlega. Þetta er svona slysalegt mark sem getur komið fyrir hvern sem er, en hann sýndi karakter og hélt áfram. Hann er búinn að standa sig virkilega vel þannig að það er ekkert meira um það að segja. Þetta er bara óheppni og áfram gakk."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner