Chelsea í bílstjórasætinu um Rogers - Forest leitar að stjóra - Þriggja manna listi Real Madrid
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
   mið 19. júní 2024 22:17
Haraldur Örn Haraldsson
Haddi: Ég er farinn að kannast við mitt KA lið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hallgrímur Jónasson þjálfari KA var ánægður með spilamennsku síns liðs þrátt fyrir að liðið hafi tapað 2-1 gegn Breiðablik á Kópavogsvelli í kvöld.


Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 KA

„Þetta var bara frábær frammistaða og gott framhald af Fram leiknum. Við vorum bara mjög góðir og áttum skilið að fá eitthvað að fara með heim. Við lendum undir á erfiðu marki, sem getur gerst. Við komum til baka og jöfnum, fáum svo dauðafæri til þess að komast í 2-1. Mér fannst við bara bregðast ótrúlega vel við. Ég er bara gríðarlega ánægður með liðið mitt, auðvitað er ég svekktur að fá ekkert með heim. En eins og allir sáu þá hefðum við getað fengið 1 jafnvel 3 stig. Eins og ég sagði við strákana inn í klefa, ég þarf þetta í hverri einustu viku. Ef það gerist þá erum við ótrúlega góðir og þá munu stigin fara að hrúgast inn."

Hallgrímur var ekki sammála því að tapið í dag hafi verið frústrerandi. Fréttamaður spurði hvort það verði ekki frústrerandi að ná í góðar frammistöður en stigin fylgja ekki með eins og hefur gerst oft í sumar.

„Nei (það er ekki frústrerandi) vegna þess að frammistaðan í dag var betri en hinar frammistöðurnar. Þó við áttum meira skilið úr leikjum þá fannst mér samt vanta aðeins hjá okkur. Á móti Fram og í dag, þetta er það KA lið sem ég þekki. Við eigum að líta svona út, við eigum að vera svona hungraðir, við eigum að berjast svona saman. Við erum frábærir varnarlega og við sköpum fullt af færum og eins og ég segi þá er ég farinn að kannast við mitt KA lið. Við munum halda þessu áfram, þá munu stigin koma inn. Við vitum að það er þetta sem þarf til, við erum neðstir í deildinni, við erum og verðum í botnbaráttu. Við þurfum bara að leggja þetta á okkur og þá munum við komast upp úr þessu."

Kári Gautason skoraði ansi neyðarlegt sjálfsmark í fyrri hálfleik en Hallgrímur var ánægður með hvernig hann svaraði því inn á vellinum.

„Ég sagði við hann að hann stóð sig bara frábærlega. Svona bara gerist, þetta er bara óheppni, það er bara spurning hvernig maður bregst við. Ég sagði bara því fyrr sem hægt er að gleyma þessu, því betri verður þú í seinni hálfleik, og hann stóð sig bara vel, stóð sig frábærlega. Þetta er svona slysalegt mark sem getur komið fyrir hvern sem er, en hann sýndi karakter og hélt áfram. Hann er búinn að standa sig virkilega vel þannig að það er ekkert meira um það að segja. Þetta er bara óheppni og áfram gakk."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner