Gonzalo Garcia gæti verið lánaður til Brighton frá Real Madrid - Man Utd vill sænskan táning - Liverpool leiðir kapphlaupið um Semenyo
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   mið 19. júní 2024 22:17
Haraldur Örn Haraldsson
Haddi: Ég er farinn að kannast við mitt KA lið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hallgrímur Jónasson þjálfari KA var ánægður með spilamennsku síns liðs þrátt fyrir að liðið hafi tapað 2-1 gegn Breiðablik á Kópavogsvelli í kvöld.


Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 KA

„Þetta var bara frábær frammistaða og gott framhald af Fram leiknum. Við vorum bara mjög góðir og áttum skilið að fá eitthvað að fara með heim. Við lendum undir á erfiðu marki, sem getur gerst. Við komum til baka og jöfnum, fáum svo dauðafæri til þess að komast í 2-1. Mér fannst við bara bregðast ótrúlega vel við. Ég er bara gríðarlega ánægður með liðið mitt, auðvitað er ég svekktur að fá ekkert með heim. En eins og allir sáu þá hefðum við getað fengið 1 jafnvel 3 stig. Eins og ég sagði við strákana inn í klefa, ég þarf þetta í hverri einustu viku. Ef það gerist þá erum við ótrúlega góðir og þá munu stigin fara að hrúgast inn."

Hallgrímur var ekki sammála því að tapið í dag hafi verið frústrerandi. Fréttamaður spurði hvort það verði ekki frústrerandi að ná í góðar frammistöður en stigin fylgja ekki með eins og hefur gerst oft í sumar.

„Nei (það er ekki frústrerandi) vegna þess að frammistaðan í dag var betri en hinar frammistöðurnar. Þó við áttum meira skilið úr leikjum þá fannst mér samt vanta aðeins hjá okkur. Á móti Fram og í dag, þetta er það KA lið sem ég þekki. Við eigum að líta svona út, við eigum að vera svona hungraðir, við eigum að berjast svona saman. Við erum frábærir varnarlega og við sköpum fullt af færum og eins og ég segi þá er ég farinn að kannast við mitt KA lið. Við munum halda þessu áfram, þá munu stigin koma inn. Við vitum að það er þetta sem þarf til, við erum neðstir í deildinni, við erum og verðum í botnbaráttu. Við þurfum bara að leggja þetta á okkur og þá munum við komast upp úr þessu."

Kári Gautason skoraði ansi neyðarlegt sjálfsmark í fyrri hálfleik en Hallgrímur var ánægður með hvernig hann svaraði því inn á vellinum.

„Ég sagði við hann að hann stóð sig bara frábærlega. Svona bara gerist, þetta er bara óheppni, það er bara spurning hvernig maður bregst við. Ég sagði bara því fyrr sem hægt er að gleyma þessu, því betri verður þú í seinni hálfleik, og hann stóð sig bara vel, stóð sig frábærlega. Þetta er svona slysalegt mark sem getur komið fyrir hvern sem er, en hann sýndi karakter og hélt áfram. Hann er búinn að standa sig virkilega vel þannig að það er ekkert meira um það að segja. Þetta er bara óheppni og áfram gakk."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner