Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   mið 19. júní 2024 16:49
Elvar Geir Magnússon
Verður Gregg Ryder rekinn og Pálmi ráðinn til bráðabirgða?
Pálmi Rafn Pálmason.
Pálmi Rafn Pálmason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Framtíð Gregg Ryder sem þjálfari KR virðist hanga á bláþræði en samkvæmt frétt Vísis gæti verið tekin ákvörðun á stjórnarfundi í dag um að láta hann fara.

433.is segir yfirgnæfandi líkur á að Gregg verði látinn fara og þeir Pálmi Rafn Pálmason og Bjarni Guðjónsson taki líklega við liðinu til bráðabirgða.

Pálmi hefur verið aðstoðarþjálfari hjá KR og Bjarni var framkvæmdastjóri hjá félaginu auk þess að vera fyrrum þjálfari liðsins. Báðir eru þeir fyrrum leikmenn KR.

Það var umdeild ákvörðun hjá KR þegar félagið ákvað að ráða Gregg Ryder til starfa fyrir tímabilið. Illa hefur gengið hjá liðinu og eftir tap gegn ÍA í gær er það með ellefu stig, fjórum stigum fyrir ofan fallsæti.

Óskar Hrafn Þorvaldsson var ráðinn í starf hjá KR nýlega en hann hefur sagt að hann hafi ekki áhuga á að snúa aftur í meistaraflokksþjálfun í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner