Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, hefur gefið það í skyn að Breiðablik muni líklega inn liðsstyrk í glugganum en tók skýrt fram að það yrðu ekki gerð nein panik kaup.
Davíð Ingvarsson og Árni Vilhjálmsson hafa verið orðaðir við heimkomu í Smárann og var Dóri spurður út í þá í viðtali eftir sigurinn á Tikves í gær.
Davíð Ingvarsson og Árni Vilhjálmsson hafa verið orðaðir við heimkomu í Smárann og var Dóri spurður út í þá í viðtali eftir sigurinn á Tikves í gær.
Það hefur heyrst að Árni Vill hafi verið að æfa með ykkur, eruð þið að skoða að taka hann inn?
„Nei, ég held að hugur Árna sé úti. En hann veit það að ef hann er á heimleið, og fjölskyldan, þá tökum við auðvitað alltaf á móti honum með opinn faðminn, en ég held að hann ætli að reyna fyrir sér áfram úti."
Er eitthvað til í því að þið séuð að skoða Davíð Ingvars?
„Ef Davíð er að koma til Íslands og ætlar að spila hér þá að sjálfsögðu viljum við fá hann. Hann er frábær leikmaður og mikill Bliki. Ef hann kemur heim þá viljum við fá hann."
Ísak Snær Þorvaldsson er á láni frá Rosenborg hjá Breiðabliki. Norska félagið lánaði hann með þeim möguleika að geta kallað hann til baka en Dóri segir að Ísak muni klára tímabilið í Kópavogi.
„Það hafa verið samtöl mill félaganna og ég geri ráð fyrir að Ísak klári tímabilið hjá Breiðabliki."
Davíð er 25 ára vinstri bakvörður sem kom í Breiðablik frá FH í 3. flokki.
Árni Vilhjálmsson er uppalinn Bliki, þrítugur framherji sem lék síðast með Novara á Ítalíu.
Athugasemdir