Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 19. október 2020 11:48
Magnús Már Einarsson
Rooney ekki með veiruna - Vinur hans smitaður
Mynd: Getty Images
Wayne Rooney, leikmaður Derby, hefur greint frá því að hann sé ekki smitaður af kórónuveirunni eins og óttast var.

Josh Bardsley, vinur Rooney, heimsótti hann á fimmtudaginn. Josh átti að vera í sóttkví þegar heimsóknin átti sér stað en hann greindist síðan með kórónuveiruna.

Óttast var að Josh hefði smitað Rooney en nú er ljóst að svo er ekki. Rooney þarf hins vegar að vera áfram í sóttkví sem þýðir að hann missir af leikjum með Derby.

„Var að fá niðurstöður úr Covid-19 prófinu og hún sýnir að ég er ekki með veiruna," sagði Rooney á Twitter í dag.

„Ánægður fyrir hönd mín og fjölskyldu minnar en auðvitað er ég reiður og vonsvikinn að þurfi að fara í sóttkví og missa af mikilvægum leikjum með Derby."
Athugasemdir
banner
banner