Man Utd og Dortmund vinna að skiptidíl - Osimhen til Chelsea?
   sun 19. nóvember 2023 19:15
Elvar Geir Magnússon
Lissabon
Láki: Eru þeir að styrkja liðið eða ekki?
watermark Frá landsliðsæfingu í gær.
Frá landsliðsæfingu í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
watermark Þorlákur Árnason.
Þorlákur Árnason.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
watermark
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Fótbolti.net fékk Þorlák Árnason til að rýna í komandi landsleik Portúgals og Íslands en leikurinn hefst 19:45. Þorlákur starfar núna í Portúgal þar sem hann þjálfar Damaiense í úrvalsdeild kvenna.

Í viðtalinu sem sjá má í spilaranum ræðir Láki um stöðuna á landsliðinu og hvernig honum finnst þróun mála.

Lestu um leikinn: Portúgal 2 -  0 Ísland

„Umræðan hérna í Portúgal snýst um það að þeir ætli að vinna leikinn, þá vinna þeir í fyrsta sinn alla leiki í riðlinum. Þeir hafa aldrei gert það áður í sögunni. Þeir voru í raun að hvíla menn gegn Liechtenstein og eru ofboðslega fókuseraðir í að vinna þennan leik í kvöld," segir Þorlákur.

„Ef við spilum eins og í síðasta leik gætum við tapað stórt en leikplanið verður þannig að við verðum þéttari en við vorum í síðasta leik."

Ekki eins góðir og heilsuhraustir og þeir voru
Þorlákur segir stefnuleysi einkenna íslenska liðið og að mikið vandamál sé staða varnartengiliðs.

„Við erum komnir aftur með leikmenn úr gullaldarliðinu en þeir eru ekki eins góðir og ekki eins heilsuhraustir og þeir voru. Þetta geta verið skrítin skilaboð. Eru þeir að styrkja liðið eða ekki? Þetta eru frábærir karakterar og frábærir leikmenn en þeir eru ekki með eins margar mínútur á bakinu og þegar þeir voru að leiða liðið. Það er erfitt að skilgreina liðið í dag."

„Það sem er kannski erfiðast að skilgreina er þessi djúpa miðjustaða. Við erum í vandræðum með að leysa hana. Arnór Ingvi leysti hana mjög vel þar til hann fór meiddur af velli í síðasta leik. Þá lentum við í bölvuðum vandræðum."

Mjög óíslenskur leikur
Þorlákur segir íslensku einkennin hafa vantað í tapinu gegn Slóvakíu í síðustu viku.

„Þetta var mjög óíslenskur leikur, við vorum alls ekki þéttir. Við vorum mjög gysnir í öllum varnarleik. Ef við getum ekki varist vel þá eigum við enga möguleika gegn liði eins og Slóvakíu," segir Þorlákur.

„Þetta veltur mikið á því hvort lykilmenn séu heilir. Ef Gylfi er heill og í toppstandi þá hjálpar það liðinu, við söknum Arons Einars eins og hann var þegar hann var bestur. Við erum í erfiðleikum með að leysa þessar stöður. Það virkar svolítið eins og við séum smá stefnulausir, hvert erum við að fara með þetta lið? KSÍ er að hugsa um að komast í umspilið og leiðin sem ég held að verði farin sé að treysta á að Gylfi og félagar reimi á sig skóna og verði í standi."

Eins og liðið sé að fara til baka
„Það kom smá meðbyr með Age en nú er eins og liðið sé að fara til baka. Vonandi fara menn 'back to basic' í dag. Þetta fer aðeins eftir því hvernig stemningin er hjá Portúgal. Ef þeir eru með blóð á tönnunum gætu þeir unnið stórt. Ég held að þeir verði on í þessum leik. Ég ætla að spá 3-0 fyrir Portúgal," segir Þorlákur.

Íslendingar horfa til umspilsins í mars og Þorlákur segir að menn eigi enn að stefna á EM.

„Við eigum alveg að geta unnið þessi lið sem hafa verið nefnd. Menn eiga að hafa pung í að láta sig dreyma en síðasti leikur var áfall fyrir alla. Þetta var mjög óíslenskt," segir Þorlákur Árnason.
Láki rýnir í landsleikinn: Síðasti leikur áfall fyrir alla
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner