Phillips, Toney, Guirassy, Vlahovic, Thuram, Mbappe og fleiri koma við sögu.
   sun 19. nóvember 2023 16:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sjáðu mörkin: Szoboszlai fór illa með varnarmenn Svartfjallalands
Mynd: EPA

Ungverjaland var búið að tryggja sér farseðilinn á EM í Þýskalandi fyrir lokaumferðina sem lauk í dag en liðið gulltryggði sér toppsætið í riðlinum eð sigri á Svartfjallalandi í dag.


Svartfjallaland var með 1-0 forystu í hálfleik en Dominic Szoboszlai sýndi frábæra takta og skoraði tvö mörk með mínútu millibili og náði þar með forystunni fyrir Ungverjaland.

Fyrra markið kom á 67. mínútu þar sem Szobozlai fór illa með varnarmenn Svartfellinga og skoraði að miklu öryggi.

Ungverjar voru ekki lengi að vinna boltann aftur og brunuðu upp í sókn. Szoboszlai og Martin Adam spiluðu þá vel saman og Adam átti sendingu inn fyrir á Szoboszlai sem var kominn aleinn inn á teiginn og kom Ungverjum yfir.

Sjáðu mörkin hér fyrir neðan.

Fyrra mark Szoboszlai

Seinna mark Szoboszlai


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner