Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mið 20. janúar 2021 12:38
Elvar Geir Magnússon
Heimild: KSÍ 
Sara Björk valin í lið ársins af stuðningsmönnum
Sara Björk Gunnarsdóttir.
Sara Björk Gunnarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði landsliðsins, er í liði ársins sem kosið er af stuðningsmönnum á vef UEFA.

Þetta er í fyrsta sinn stuðningsmenn kjósa lið ársins kvennamegin hjá UEFA. Sara Björk er ein af sex leikmönnum Lyon í liðinu, en Chelsea, Wolfsburg, Barcelona og Arsenal eiga einnig leikmenn þar.

Kosningin er enn ein rósin í hnappagat hennar, en hún var nýlega kosin íþróttamaður ársins á Íslandi, tilnefnd sem besti miðjumaður Meistaradeildar Evrópu og er fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins sem tryggði sér sæti á EM 2022.

Hægt er að lesa meira um lið ársins á vef UEFA.

Lið ársins í kvennaflokki:
Sarah Bouhaddi (Lyon og Frakkland)
Lucy Bronze (Lyon/Manchester City og England)
Kadeisha Buchanan (Lyon og Canada)
Wendie Renard (Lyon og Frakkland)
Magdalena Eriksson (Chelsea og Sweden)
Kheira Hamraoui (Barcelona og France)
Amandine Henry (Lyon og France)
Sara Björk Gunnarsdóttir (Wolfsburg/Lyon og Ísland)
Daniëlle van de Donk (Arsenal og Holland)
Delphine Cascarino (Lyon og Frakkland)
Pernille Harder (Wolfsburg/Chelsea og Denmark)
Athugasemdir
banner
banner