fim 20. janúar 2022 17:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Torfi Geir æfir með Torino - Róbert kynntur á næstu dögum
Torfi Geir
Torfi Geir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markvörðurinn efnilegi Torfi Geir Halldórsson er á leið til æfinga hjá Torino á Ítalíu.

Hann fer erlendis á morgun og verður næstu vikuna hjá ítalska félaginu og mun bæði æfa og spila með liðinu.

Torfi varð átján ára fyrr í þessum mánuði og er samningsbundinn Breiðabliki út tímabilið 2023.

Hann hefur einnig leikið með Fram og Val í yngri flokkunum. Torfi á að baki einn leik fyrir U17 ára landsliðið.

Hann er sonur handboltaþjálfarans Halldórs Jóhanns Sigfússonar.

Þá er Torino að ganga frá kaupunum á Róberti Quental Árnasyni frá Leikni Reykjavík eins og greint var frá fyrr í þessum mánuði. Róbert fer út á morgun og verður kynntur á næstu dögum.
Athugasemdir
banner
banner