Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fim 20. febrúar 2020 11:00
Miðjan
Sami leikmaðurinn fékk á sig sjö víti - Grunur um veðmálabrask
Atli Jónasson í leik með KV.
Atli Jónasson í leik með KV.
Mynd: Fótbolti.net: Eyjólfur Garðarsson
Atli Jónasson er gestur í hlaðvarpsþættinum Miðjunni á Fótbolta.net en þar rifjar hann upp sumarið 2014 þegar KV lék í fyrstu deild í fyrsta og eina skipti í sögunni.

KV endaði í 11. sæti með 18 stig og féll úr deildinni en erlendur varnarmaður sem lék með liðinu það sumarið fékk á sig sjö vítaspyrnur

„Hann gaf sjö eða átta víti. Allavega sjö," sagði Atli um umræddan leikmann í Miðjunni.

„Ég held að hann hafi verið í einhverju veðmálabraski. Ég veit ekki hvort það sé aðalástæðan fyrir að við féllum en sjö víti er helvíti mikið. Hann gaf þau öll."

„Við föttuðum þetta ekki fyrr en eftir tímabilið. Við fengum á okkur óhemju mörg víti. Það var eitt í Breiðholtinu þar sem boltinn var ekki einu sinni nálægt og hann reif einhvern niður á fjærstönginni. Þá fórum við að hugsa þetta en það var ekkert hægt að gera."

Atli segist hafa heyrt af því að leikmaðurinn hafi reynt að fá leikmenn með sér í að hagræða úrslitum.

„Ég heyrði af því að hann ætlaði að reyna að fá einn senterinn með í þetta og tala síðan við mig að því að við gætum þrír ákveðið úrslitin. Hann komst aldrei í það samtal við mig enda hefði ég ekki tekið sérstaklega vel í það," sagði Atli.

Tveimur árum eftir sumarið með KV var umræddur leikmaður látinn fara frá Ægi eftir að grunsemdir vöknuðu um að hann væri að hagræða úrslitum. Leikmaðurinn hefur ekki spilað leik á Íslandi síðan þá en KSÍ hefur aldrei refsað honum þrátt fyrir sterkan grun um hagræðingu úrslita.

Sjá einnig:
Ingó hætti í fótbolta eftir að liðsfélagi hagræddi úrslitum
Miðjan - Atli Jónasson um áföll, agabrot og fleira
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner