Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
   lau 20. febrúar 2021 15:07
Anton Freyr Jónsson
Rúnar Kristins: Veturinn búinn að vera erfiður
Lengjudeildin
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR og Fram mættust í Lengjubikar karla á KR-vellinum fyrr í dag og endaði leikurinn með 8-2 sigri KR-inga. KR skoraði átta gegn Fram

Rúnar Kristinsson þjálfari KR var sáttur með sína menn eftir leik.

„Ég er mjög sáttur, við vorum fínir í dag og það er búið að vera smá stígandi í þessu eftir rólegt Reykjavíkurmót hjá okkur að þá erum við búnir að vera betri og aðeins léttari á okkur núna síðustu viku á móti Víking og svo aftur í dag."

Rúnar Kristinsson segir að undirbúningstímabilið hingað til sé búið að vera erfitt fyrir KR-inga en mikið hefur verið um meiðsli í hópnum en liðið er að endurheimta flesta sína leikmenn aftur.

„Það er búið að vera mjög erfitt fyrir okkur, það er búið að vera mikið um meiðsli, fáir á æfingum og við höfum verið að verið ströggla við ná í lið í þessum leikjum sem við höfum verið að spila, þetta er orðið betra núna, við erum að nokkurnvegin að fá flesta alla til baka og við þurfum bara meiri tíma og gefum okkur hann."

„Við erum að vinna samkvæmt ákveðnu plani sem er búið að ganga ágætlega upp. Við leggjum aðeins meiri áherslu á Lengjubikarinn og fá þessa leiki því menn spiluðu ekkert rosalega marga leiki í fyrra og veturnn búin að vera erfiður þannig ég þarf aðeins að stilla strengi og finna liðið mitt."

Grétar Snær Gunnarsson sem kom til KR frá Fjölni spilaði í miðverðinum í dag við hlið Arnórs Sveins. Eru KR-ingar að horfa á hann í miðverðinum?

„Já já, við erum að þjálfa Grétar Snæ í miðverðinum og ætlum að reyna sjá hann þar oftar og sjá hvort hann geti leyst þessa stöðu og fyllt þetta skarð sem Finnur Tómas skilur eftir sig sem er gríðarlega stórt."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan þar sem Rúnar Kristinsson ræðir meðal annars um aðstoðarþjálfara málin hjá KR-ingum.
Athugasemdir