Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   mán 20. febrúar 2023 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Afar litlar líkur á því að Neymar verði með í seinni leiknum
Neymar.
Neymar.
Mynd: EPA
Brasilíska ofurstjarnan Neymar sneri illa upp á ökkla sinn í leik Paris Saint-Germain gegn Lille í frönsku úrvalsdeildinni í gær.

Samkvæmt Le Parisien er Neymar ekki brotinn en hann er samt sem áður illa meiddur. Ólíklegt þykir að hann verði með PSG í síðari leik liðsins gegn Bayern München í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Leikurinn á að fara fram 8. mars næstkomandi.

Neymar var borinn af velli með tárin í augunum og þetta lítur ekki vel út hjá honum. Hann fór strax í skoðun eftir leik en fer í frekari skoðanir síðar í vikunni.

Þá skýrist það alveg hvort hann spili gegn Bayern en það er talið afar ólíklegt að það gerist. Neymar spilaði í fyrri leiknum og var ekki góður, en hann er samt sem áður einn af stjörnuleikmönnum liðsins.

Sjá einnig:
Mynd: Neymar sneri mjög illa á ökklann
Athugasemdir
banner
banner