Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 20. apríl 2021 22:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sky Sports: Ekkert verður af Ofurdeildinni
Florentino Perez, einn af höfuðpaurunum á bakvið Ofurdeildina.
Florentino Perez, einn af höfuðpaurunum á bakvið Ofurdeildina.
Mynd: Getty Images
Það var tilkynnt á Sky Sports rétt í þessu að ekkert verði af Ofurdeildinni. Fyrir skemmstu birtu fimm ensk félög tilkynningar að þau myndu ekki taka þátt í deildinni. Chelsea mun þá birta tilkynningu fljótlega.

Ofurdeildin átti að vera deild þar sem fimmtán félögum var sjálfkrafa tryggð þátttaka með því að taka þátt í stofnun hennar.

Ekki var möguleiki fyrir þau lið að falla úr keppninni. Fimm önnur félög áttu þá að eiga möguleika á að taka þátt með góðum árangri í deildarkeppnum í Evrópu.

Félögin tólf sem stóðu á bakvið áformin um Ofurdeildina: AC Milan, Arsenal, Atletico Madrid, Barcelona, Chelsea, Inter, Juventus, Liverpool, Manchester United, Manchester City, Tottenham, Real Madrid.
Athugasemdir
banner
banner